Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir svonefnd „opnunarskilyrði“ ESB í landbúnaðarmálum „koma verulega á óvart“. Hann óttast að kröfur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á hendur íslenskum stjórnvöldum um aðlögun á sviði landbúnaðar brjóti gegn valdmörkum framkvæmdavaldsins gagnvart alþingi. Hann ætlar því að leita nánari skýringa hjá framkvæmdastjórninni á því hvað felst í skilyrðum hennar. Ráðherrann telur ekki „raunhæft að ráðast í gerð“ aðlögunaráætlunar að kröfu ESB fyrr en svör og skýringar hafa borist frá framkvæmdastjórninni.
Þetta kemur fram í grein sem Jón Bjarnason ritar í Morgunblaðið laugardaginn 17. september undir fyrirsögninni: Um skilyrði ESB og valdmörk ráðherra. Í upphafi greinarinnar gerir ráðherrann lítið úr yfirlýsingum Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra þegar hann segir að í texta framkvæmdastjórnarinnar um rýniskýrslu um landbúnaðarmál vegna Íslands sé „hvergi vikið að neinni tilslökun gagnvart því að Ísland taki að fullu yfir það stjórnkerfi sem gildir um landbúnað í Evrópu“.
Össur og fleiri ESB-aðildarsinnar hafa talið það rýniskýrslu ESB helst til framdráttar að þar sé að finna viðurkenningu á sérstöðu íslensks landbúnaðar sem kunni að leiða til sérlausnar. Landbúnaðarráðherra sér ekki neina vísbendingu um slíkt þótt skýrsluhöfundar komist að sjálfsögðu ekki hjá því að lýsa sérstöðu íslensks landbúnaðar vegna fámennis þjóðarinnar og fábreytni í framleiðslu.
Jón Bjarnason bendir á að Króötum hafi verið gert skylt að laga sig að kröfum ESB um nýtt stjórnkerfi í landbúnaði meðal annars með því að koma á fót 518 manna greiðslustofu til að annast miðlun fjármuna til landbúnaðar og innan landbúðarkerfisins. Jón telur að opnunarskilyrði ESB séu á „vissan hátt víðtækari“ gagnvart okkur en Króötum. Íslandi er gert skylt að „leggja fram áætlun um á hvern hátt það ætli að taka yfir hina almennu landbúnaðarstefnu ESB ef til aðildar kemur. Væntanlega þarf slík áætlun að fela í sér tímaáætlun um hvaða stofnanir verði settar á laggirnar og um lagaramma. Þá þarf að koma hér á landsupplýsingakerfi í samræmi við IACS-kerfi ESB og samræma allt stjórnkerfi við hið breytta fyrirkomulag.“
Þessi skilyrði koma Jóni Bjarnasyni „verulega á óvart“ því að íslenska samninganefndin hafi gefið út „sérstaka yfirlýsingu“ 27. janúar um að íslenskri stjórnsýslu og lögum yrði ekki breytt fyrr en fyrir lægi að aðildarsamningur hefðu verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Í yfirlýsingu samninganefndarinnar var því lýst að Íslandi verði unnt að gera allar nauðsynlegar laga- og stjórnsýslubreytingar þannig að allt verði til reiðu frá gildistöku aðildar. Nú liggur fyrir að slík yfirlýsing er ekki fullnægjandi að mati framkvæmdastjórnar ESB,“ segir landbúnaðarráðherra.
Hann segir jafnframt:„Sé Íslandi ætlað að leggja nú fram heildstæða áætlun um lagabreytingar sem síðan verði að veruleika eftir samþykki aðildar, þá hefur það áhrif á stöðu okkar.“ Hafi ríkisstjórn „þegar lagt fyrir ESB áætlun um hvernig þetta verði gert hefur slík áætlun sjálfstætt lagabindandi gildi gagnvart Evrópusambandinu og getur þá beinlínis skert sjálfstæði þess þings sem ókjörið er.“ Þá megi áætlunargerðin „á engan hátt skerða samningsstöðu Íslands í viðræðunum“.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.