Laugardagurinn 16. janúar 2021

Hollendingar og Finnar segja nei við opnun landamæra Rúmeníu og Búlgaríu


21. september 2011 klukkan 15:35

Rúmenum og Búlgörum, um 30 milljónum manna, verður áfram bannað að ferðast til annarra ESB-ríkja án vegabréfa eftir að Hollendingar og Finnar ákváðu á elleftu stundu miðvikudaginn 21. september að beita neitunarvaldi gegn tillögu um að Schengen-reglur tækju gildi á flugvöllum og í höfnum landanna.

Scehngen-ríkin. Ljósblái liturinn er á Rúmeníu og Búlgaríu sem eru aðilar að Schengen-samstarfinu án þess að það hafi komið til framkvæmda gagnvart ríkjunum vegna andstöðu Hollendinga og Finna.

Höfnunin er reiðarslag fyrir þjóðirnar tvær en áður höfðu Þjóðverjar og Frakkar beitt sér gegn því að þær yrðu fullgildir aðilar að Schengen-samstarfinu. Á fundi Schengen-ráðherra í Brussel að morgni 21. september hafði þess verið vænst að samkomulag næðist um að enn yrðu menn krafnir um vegabréf færu þeir landleiðina milli Rúmenínu, Búlgaríu og ESB-landa en ekki færu þeir um flugvelli eða hafnir. Þjóðverjar og Frakkar höfðu lýst sig samþykkja þessari málamiðlun.

Rúmenar taka neituninni illa og hafa gripið til þess ráðs að stöðva fjölda hollenska flutningabíla hlaðna túlípönum við landamæri sín með þeim rökum að þeir geti ekki haldið inn fyrir landamærin þar sem mönnum stafi ógn af „hættulegum bakteríum“ í blómunum. Þess er krafist að vísindamenn rannaski farminn og kann hann að verða gerður upptækur. Nú þegar hafa nokkrir bílar snúið aftur til Hollands með farm sinn. Í Rúmeníu skrifa blöð um „Schengen-bakteríu“ í túlípönum frá Hollandi.

Teodor Baconschi, utanríkisráðherra Rúmeníu, leynir ekki reiði sinni og segir að hollenska ríkisstjórnin sé gísl Geerts Wilders og hins þjóðernissinnaða Freslisflokks hans.

Jyllands-Posten hefur eftir háttsettum ESB-embættismanni að finnska ríkisstjórnin hafi sagt nei við málamiðlunartillögunni og bent er á að þar séu Sannir Finnar, flokkur þjóðernissinna, áhrifavaldar.

Hollendingar og Finnar hafna tillögu um að landamæri Rúmeníu og Búlgaríu séu opnuð af ótta við ólöglega innflytjendur, skipulagða glæpastarfsemi og víðtæka spillingu.

Heimild: Jyllands-Posten

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS