Laugardagurinn 16. janúar 2021

Jóhanna Sigurðar­dóttir við AFP: Vandræðin í Evrópu kunna að draga úr stuðningi Íslendinga við ESB-aðild


21. september 2011 klukkan 15:59

„Efnahags- og fjárhagsvandræði Evrópu kunna að draga úr stuðningi Íslendinga við að ganga í Evrópusambandið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í samtali við AFP-fréttastofuna sem birt er miðvikudaginn 21. september.

Jóhanna Sigurðardóttir

Minnt er á í fréttinni að eiginlegar samningaviðræður Íslands og ESB hafi hafist 27. júní 2011. Jóhanna er spurð að því hvort efnahags- og fjárhagsvandræðin sem herja á sambandið kunni að draga úr stuðningi Íslendinga við aðild og hún svarar: „Það gæti vel gerst.“ Þá bætir hún við:

„Ég vona að ástandið sé aðeins tímabundið og ESB finni leið út úr því.“

AFP segir að stuðningur Íslands við ESB hafi sveiflast eins og jó-jó í áranna rás. Hann hafi aukist mikið við bankahrunið en minnkað aftur vegna Icesave-deilunnar við Breta og Hollendinga. Nú sé efnahagslíf Íslendinga að ná sér á strik en innan ESB ríki vandræði.

„Sem betur fer erum við mjög vel varin gegn þessum alþjóðlega vanda, að því er varðar mynt og fjármagn. Við höfum lagt mikið af mörkum til að styrkja fjárhag ríkisins og bæta skuldastöðuna sem ef mjög erfið fyrir mörg ESB-ríki,“ segir Jóhanna og bætir við:

„Ég vona að evru-vandinn hafi engin áhrif á ESB-viðræðurnar sem slíkar. Hitt er annað mál að órói eins og þessi – samdráttur og kreppa á alþjóðamörkuðum – getur auðvitað haft áhrif á Íslandi dragist hann á langinn.“

Í lok fréttar AFP segir að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi um hvort ganga eigi í ESB við lok aðildarviðræðna sem stjórnvöld í Reykjavík vilji að ljúki fyrir lok þessa kjörtímabils vorið 2013.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS