Lögregla í New York hefur handtekið rúmlega 700 mótmælendur eftir að þeir reyndi að ganga yfir Brooklyn Bridge til að mótmæla fésýslumönnum og athöfnum þeirra í fjármálahverfinu á Manhattan-eyju sem kennt er við Wall Street.
Mótmælendurnir eru félagar á hreyfingunni Occupy Wall Street (Hernemum Wall Street) sem í tvær vikur hefur efnt til aðgerða í nágrenni við fjármálahverfið á Manhattan til að leggja áherslu á andstöðu sína við fjármálaheiminn og efnahagsástandið í Bandaríkjunum.
Laugardaginn 1. október efndi hreyfingin til mestu mótmæla sinna til þessa og aðgerðarsinnar settu svip sinn á allan neðri hluta Manhattan með spjöldum sem á stóð: „Piparúða gegn Goldman Sachs“.
„Við erum meirihlutinn. Við erum 99%. Við þegjum ekki lengur,“ segir í fréttatilkynningu hreyfingarinnar sem ber sig saman við þá sem staðið hafa að mótmælum og aðgerðum í arabalöndunum undanfarna mánuði.
Þegar aðgerðarsinnarnir reyndu að ganga yfir Brooklyn-brúna yfir Austurá milli Manhattan og Brooklyn lét lögreglan til skarar skríða og hundruð mótmælenda voru teknir fastir fyrir að trufla umferð að sögn lögreglunnar.
Laugardaginn 1. október handtók lögregla í Boston 24 þegar um 3.000 manns komu saman til mótmæla fyrir utan Bank of America.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.