Fyrstu tölur í prófkjöri franskra sósíalista vegna forsetakosninganna vorið 2012 sýna afgerandi forystu hjá François Hollande, næst honum er Martine Aubry og Arnaud Montebourg er þriðji í röðinni. Rúmlega 1,5 milljón manna tók þátt í prófkjörinu. Þau Hollande og Aubry munu takast á í seinni umferð prófkjörsins, þar sem Hollande fékk ekki hreinan meirihluta kjósenda. Því er spáð á þá gæti orðið mjótt á munum þar sem Montebourg hvetji kjósendur sína til að kjósa Aubry.
François Hollande (f. 1954) var aðalritari franska sósíalistaflokksins frá 1997 til 2008. Hann hefur einnig setið á franska þinginu sem þingmaður fyrir Corrèze-hérað í Mið-Frakklandi síðan 1997, áður var hann þingmaður fyrir sama kjördæmi 1988 til 1993. Hann var borgarstjóri í Tulle 2001 til 2008 og hefur verið forseti héraðsráðs Corrèze síðan 2008.
Hann bjó með Ségolène Royal og eignaðist með henni fjögur börn Thomas (1984), Clémence (1985), Julien (1987) og Floru (1992). Í júní 2007 aðeins um mánuði eftir að Royal tapaði forsetakosningunum gegn Nicolas Sarkozy tilkynntu þau Royal og Hollande að þau hefðu slitið sambúð sinni.
Skömmu síðar var sagt frá því að franskri vefsíðu að Hollande ætti vingott við Valérie Trierwiler, franska blaðakonu. Þótti mörgum það stangast á við viðurkennda franska þögn um einkalíf stjórnmálamanna að frá þessu hefði verið sagt. Valérie Trierweiler ræddi síðan opinskátt um samband sitt við Hollande í nóvember 2007 í viðtali við franska vikuritið Télé 7 Jours.
Sex frambjóðendur tóku þátt í prófkjöri franskra sósíalista. Þeir voru: Martine Aubry (61 árs), Jean-Michel Baylet (64 ára), François Hollande (57 ára), Arnaud Montebourg (48 ára), Ségolène Royal (58 ára) et Manuel Valls (49 ára). Kosið var á 9474 kjörstöðum og var prófkjörið opið öllum sem greiddu að minnsta kosti eina evru og lýstu stuðningi við stefnumið sósíalista.
Kannanir sýna að sigurvegari í prófkjörinu geti sigrað Nicolas Sarkozy sem gegnt hefur forsetaembættinu í fimm ár en á undir högg að sækja.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.