Föstudagurinn 23. apríl 2021

Opinberir starfsmenn á námskeiðum í HÍ til undirbúnings ESB-aðild


9. október 2011 klukkan 22:23

Baldur Þórhallsson, Jean Monnet prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar, heldur um þessar mundir fyrirlestra og námskeið fyrir hinar ýmsu opinberu starfsgreinar til „að efla þekkingu starfsfólks stjórnsýslunnar og opinberra stofnana á samvinnu ríkja Evrópu og Evrópusambandinu“, eins og segir í kynnisbréfi sem Ásta Möller MPA, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála HÍ, sendi nýlega í fjöldapósti.

Í dreifibréfinu segir: „Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa góða þekkingu á sögu, stofnunum og ákvarðanatöku sambandsins. Einnig verður farið yfir fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Evrópusambandsins með Lissabon sáttmálanum og framtíð sambandsins.

Baldur er kynntur til sögunnar sem „einn helsti sérfræðingur landsins um sögu, stofnanauppbyggingu og ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins“ en þess er látið ógetið að hann sé jafnframt einn ötulasti baráttumaður fyrir aðild Íslands að ESB.

Samkvæmt dreifibréfinu eru það Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ sem býður upp á þetta námskeið „fyrir stjórnendur og starfsfólk stjórnsýslunnar og opinberra stofnana (einnig ætlað starfsfólki sveitarfélaga)“. Þátttökugjald er 13. 500 kr. en námskeiðið tekur fjórar klukkustundir frá 13.00 til 17.00.

Tekið er fram að Baldur hafi haldið sambærilegt námskeið fyrir starfsmenn nokkurra opinberra stofnana og fyrirtækja og fengið eindóma lof fyrir námskeiðið. Kennsla fari fram í fyrirlestrum og umræðum. Kennsluefni sé dreift á námskeiðinu, en einnig verði bókakaflar og greinar aðgengilegar á rafrænu formi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS