Miðvikudagurinn 29. júní 2022

Þýskt blað: Merkel vill gjaldþrot Grikklands


10. október 2011 klukkan 11:13

Frá því er sagt á forsíðu Financial Times Deutschland mánudaginn 10. október að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vinni nú markvisst að því að Grikkland lendi í greiðsluþroti. Í blaðinu er vitnað í heimildarmann innan þýsku ríkisstjórnarinnar sem segir: „Við þrýstum á þetta.“

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýsklands, sagði við Frankfurter Allgemeine Zeitung um helgina að lánardrottnar Grikkland yrðu að afskrifa meira af skuldum sínum en hingað til hafi verið ráðgert í umræðum um annað neyðarlán til Grikklands. Til þessa hefur verið rætt um 21% afskrift. Nú segir þýska fréttastofan DPA að innan þýsku ríkisstjórnarinnar sé rætt um allt að 60% afskrift. Jafnframt er þess getið að Frakkar og Seðlabanki Evrópu leggist gegn þessum hugmyndum. Franskir bankar eru stærstu lánveitendur Grikkja.

Í The Financial Times í Bretlandi er sagt frá því að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hafi hvatt leiðtoga evru-ríkjanna að verða mun stórtækari en áður í aðgerðum sínum til að leysa vandann á evru-svæðinu. Þeir þurfi til dæmis að stækka björgunarsjóð evrunnar, EFSF, til mikilla muna.

Þing Slóvakíu hefur ekki enn samþykkt stækkun EFSF-sjóðsins í 440 milljarða evrur þá er hart deilt á þinginu um nýtt neyðarlán til Grikkja. Fyrir helgi var talið líklegt að samkomulag kynni að takast um málamiðlun innan þingsins en þær vonir dofnuðu mjög um helgina þegar Richard Sulik þingforseti og flokkur hans hafnaði sáttatillögu forsætisráðherrans. Sulik krefst þess að Slóvakar beiti neitunarvaldi gegn stækkun EFSF-sjóðsins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS