Svissneska fjármálaeftirlitið hefur hvatt stjórnendur risabanka landsins, UBS og Credit Suisse til að auka gæði eiginfjár síns þegar ótti eykst við að skuldavandi Grikkja breytist í skuldavanda banka í Evrópu og annars staðar í heiminum.
Sérstök neyðarnefnd kemur saman í þessari viku til að ræða hver yrðu áhrif þess á tvo stærstu banka Sviss ef allt færi á hinn versta veg á evru-svæðinu segir í frétt blaðsins NZZ am Sontag sunnudaginn 9. október.
Í frétt blaðsins segir að nefndinni hafi verið komið á fót árið 2008 eftir að hlaupið var undir bagga með UBS. Hún hafi hins vegar ekki komið saman til funda fyrr en nú þegar ótti manna vaxi jafnt og þétt við hættulegar afleiðingar skuldavandans á evru-svæðinu og nýrra áfalla innan bankakerfisins.
NZZ ræddi við Patrick Raaflaub, forstjóra fjármálaeftirlitsins FINMA, sem segir að „spenna“ ríki á fjármálamörkuðum heims. Hann vildi hins vegar ekkert segja um starf neyðarnefndarinnar.
„Eðli málsins samkvæmt getur neyðarnefnd vegna stöðunnar á fjármálamörkuðum aðeins starfað með leynd á erfiðleikatímum,“ sagði hann og neitaði að lýsa til hvaða ráða yrði gripið.
Blaðið vitnaði í einn heimildarmann sem sagði að eiginfjárstaða UBS og Credit Suisse væri almennt viðunandi en hins vegar væri ekki ljóst hve fljótt yrði unnt að grípa til þessa fjár ef draga þyrfti úr áhrifum alvarlegrar krísu í bankakerfinu.
„Í alþjóðlegum samanburði er eigið fé bankanna yfir meðaltali. Þeir verða hins vegar að bæta enn frekar gæði eiginfjár síns,“ sagði Raaflaub við NZZ am Sontag. „Það hvílir engin leynd yfir því að fjármálaeftirlitið vill að bankarnir [UBS og Credit Suisse] nái markmiðum sínum hraðar en reglur krefjast.“
Neyðarnefndin var skipuð árið 2008 að ósk svissneska þingsins eftir að svissneska ríkið rétti UBS AG hjálparhönd í fjármála- og bankakreppunni. Raaflaub er formaður hennar og í henni situr einnig varabankastjóri Seðlabanka Sviss, Thomas Jordan, auk háttsettra embættismanna í fjármálaráðuneytinu.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.