Leiðtogar evru- ríkjanna náðu markverðum árangri til að leysa skuldavanda evru-svæðisins á fundi sem lauk í morgunsárið fimmtudaginn 27. október í Brussel. Þeir ákváðu meðal annars að lánardrottnar Grikkja yrðu að axla sjálfir 50% af því sem þeir hafa lánað. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir niðurstöðuna mikilvægt skref til skynsamlegrar lausnar á vanda evru-svæðisins.
Niðurstaðan varðandi uppgjör á skuldum Grikkja skiptir sköpum svo að unnt sé að grípa til heildaraðgerða til að vernda evruna sem hefur átt undir högg að sækja á fjármálamörkuðum.
Samkomulagið náðist rétt fyrir klukkan 04.00 eftir erfitt samningaþóf. Með þessum afskriftum er talið að skuldir Grikkja muni nema 120% af landsframleiðslu árið 2020. Þetta er hátt hlutfall sem hefði annars numið um 180%. Óvíst er hvort gríska hagkerfið standi undir þessari skuldabyrði þótt hún hafi verið lækkuð á þennan hátt.
Þá komu leiðtogarnir sér saman um að evrópskir bankar yrðu að styrkja eiginfjárstöðu sína til að tryggja sig gagnvart hugsanlegu greiðsluþroti opinberra aðila. Þó liggur ekki ljóst fyrir hvernig á að stækka björgunarsjóð evrunnar úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða evra sem talið er að dugi til að verja Ítalíu og Spán og þar með evruna gegn svipuðum hamförum og orðið hafa vegna skuldavanda Grikklands.
Viðhorf til þess sem gerast mundi á fundi leiðtoganna hefur sveiflast og miðvikudaginn 26. otkóber var dregið úr væntingum til niðurstöðunnar. Hefði leiðtogunum hins vegar mistekist að ná samkomulagi um þau mál sem til umræðu voru hefði það verið til marks um algjört úrræðaleysi þeirra.
„Niðurstöðurnar valda miklum létti um heim allan, þar hafa menn beðið eftir ákvörðun,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti að fundinum loknum.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði: „Ég tel að okkur hafi tekist að standa undir væntingum, að við höfum gert það sem er rétt fyrir evru-svæðið og þetta er enn eitt skrefið í átt til góðrar og skynsamlegrar lausnar.“
Af hálfu banka hafa menn barist gegn því að þeir yrðu neyddir til að axla svo mikið tap vegna lána til Grikklands, þeir samþykktu í júlí að taka á sig 21% tap en hafa verið mjög tregir til að hækka það í 50%. Evru-leiðtogarnir knúðu bankanna hins vegar til að sætta sig við að tapa þessu fé og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur jafnframt lofað að auka aðstoð sína við Grikki.
Þjóðverjar hafa verið miklu harðari í afstöðu sinni til bankanna en Frakkar. Sarkozy hefur áhyggjur af stöðu franskra banka sem eru stærstu lánardrottna Grikkja.
Charels Dallara, framkvæmdastjóri Institute of International Finance, sem kemur fram fyrir hönd stærstu bankanna fagnaði niðurstöðunni í Brussel. Hann sagði að í henni fælust heildaraðgerðir í því skyni að skapa stöðugleika í Evrópu, styrkja evrópska bankakerfið og stuðla að umbótum í Grikklandi.
Yfirgnæfandi meirihluti þýskra þingmanna veitti Angelu Merkel umboð til þess miðvikudaginn 26. október að vinna að stækkun björgunarsjóðs evrunnar í 1.000 evra. Áður hafði Merkel hvatt þingmennina til að þora að taka áhættu í nafni Þýskalands og hafa forystu um leið út úr evru-vandanum. „Heimurinn lítur til Þjóðverja, hvort við höfum styrk til að axla ábyrgð til lausnar á mestu krísu síðan í síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Merkel í þingræðu. „Það væri ábyrgðarleysi að taka ekki áhættuna.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.