Framkvæmastjórn ESB hefur tilnefnt Finnan Olla Rehn, efnahagsmálastjóra sinn, sem fyrsta varaforseta sinn og falið honum að hafa stjórn á málum fyrir sína hönd varðandi evruna.
José Manuel Barroso sagði að Rehn sem hefur gegnt lykilhlutverki í samráði ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna björgunaraðgerða innan evru-svæðisins verði nú hægri hönd sín og bæri ábyrgð á öllu sem varðaði efnahags- og peningamál og þar með talið evruna.
Barroso sagði í ræðu á ESB-þinginu í Strassborg að með því að fela einum framkvæmdarstjórnarmanni sérstaklega að fylgjast með evrunni sýndi að framkvæmdastjórnin vildi halda málinu innan ESB. Evru-samstarfið byggist hins vegar ekki á sáttmálum ESB heldur samkomulagi milli ríkjanna sem eiga aðild að því.
Samhliða því sem leiðtogar evru-ríkjanna tóku ýmsar efnahagslegar ákvarðanir á fundi sínum í Brussel að morgni 27. október lýstu þeir einnig vilja til meiri sameiginlegrar yfirstjórnar á evru-svæðinu. Hið nýja hlutverk Rehns á að koma til móts við þær óskir um leið og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar sýnir að hún vill ekki vera afskipt en Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB; hefur verið falið að stjórna fundum leiðtogaráðs evru-ríkjanna til ársloka 2012.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.