Tilkynning Papandreous, forsætisráðherra Grikklands í gærkvöldi um að hann muni efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulag Grikkja við ESB/AGS og Seðlabanka Evrópu hefur valdið uppnámi á evrusvæðinu og í Grikklandi sjálfu. Ekathimerini, gríski vefmiðillinn segir að forsætisráðherrann hafi varpað pólitískri sprengju og í Berlín segja talsmenn stjórnarflokkanna, að Grikkir séu að reyna að komast undan samkomulaginu.
Antonis Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins (hægri flokkur) segir að Papandreou reyni að beita Grikki fjárkúgun, hann krefst kosninga og flokkur hans íhugar að allir þingmenn hans segi af sér á gríska þinginu. Papandreou hyggst kalla eftir traustsyfirlýsingu þingsins á föstudag.
Ekathimerini segir að á bak við ákvörðun Papandreou liggi þrýstingur frá þingmönnum PASOK um að hann taki pólitískt frumkvæði.
Reuters fréttastofan segir, að ákvörðun forsætisráðherrans valdi óvissu fyrir fund leiðtoga G-20 ríkjanna, sem hefst á fimmtudag í Cannes og vandkvæðum í viðræðum neyðarsjóðsins við Kínverja um skuldabréfakaup. Reuters segir líka að framundan séu einn til tveir mánuðir í óvissu og með sveiflum á fjármálamörkuðum.
Talað er um að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram í desember eða janúar. Skoðanakannanir nú benda til þess að um 60% Grikkja séu andvígir samkomulaginu. Til þess að úrslit atkvæðagreiðslunnar séu bindandi þurfa 40% kjósenda að taka þátt.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.