Mánudagurinn 1. mars 2021

Cameron beinir spjótum sínum að Merkel - býr sig undir Berlínarferð


12. nóvember 2011 klukkan 18:33

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að fljúga til Berlínar í næstu viku til að fylgja eftir vaxandi reiði berskra stjórnvalda yfir því að Angela Merkel Þýskalandskanslari geri ekki nóg til að binda enda á skuldakreppu evru-svæðisins.

Á vefsíðunni mailonline segir að æðstu ráðamenn í Downing stræti séu bálreiðir í garð Merkel fyrir að leggja ekki nógu mikið fé af mörkum til stuðnings evrunni og að hún taki ekki til hendi fyrr en „algjört öngþveiti ríki“.

Angela Merkel og David Cameron

Fyrr í vikunni sagði Cameron að „mikil óvissa“ ríkti um framtíð evru-svæðisins og sagði breskt efnahagslíf verða fyrir skaða vegna ráðaleysis leiðtoga svæðisins.

Þá hefur Barack Obama einnig lagt hart að Merkel og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að grípa til róttækari aðgerða til að sýna svart á hvítu að evrunni sé borgið. Innan Hvíta hússins er litið þannig á að tregða Merkel kunni að kosta Obama forsetaembættið á næsta ári vegna þess að vandræðin á evru-svæðinu auki á bandaríska efnahagsvandann.

Líklegt er talið að Cameron verði í Berlín í lok næstu viku. Ferð hans verður hins vegar ekki ákveðin nema með skömmum fyrirvara vegna þess hve mikil óvissa ríkir um framvindu mála.

Talið er víst að Cameron hvetji Merkel til þess að heimila Seðlabanka Evrópu að verða þrauta-lánveitandi ríkja á evru-svæðinu. Þjóðverjar standa fast gegn öllum slíkum tillögum af ótta við verðbólgu, minnugir ástandsins á þriðja áratugnum sem stuðlaði að valdatöku Hitlers.

Mailonline segir að í breska stjórnkerfinu telji menn að Merkel grípi til nauðsynlegra aðgerða á elleftu stundu. Þeir liggja hins vegar ekki á þeirri skoðun sinni að hún hafi leyft málinu að þróast á þann veg að mjög erfitt verði að ná tökum á því.

William Hague, utanríkisráðherra Breta, hefur líkt ástandinu á evru-svæðinu við hús í ljósum logum þar sem allar leiðir til útgöngu séu lokaðar. „Vandinn er sá að Merkel ætlar ekki að gera neitt fyrr en það logar í gluggatjöldunum og teppin sviðna,“ sagði Hague.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS