Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Guttenberg talar í Halifax - nýtt útlit vekur athygli fjölmiðla


21. nóvember 2011 klukkan 10:59

Karl-Theodor zu Guttenberg, fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur að nýju látið að sér kveða á pólitískum umræðuvettvangi. Hann hraktist úr embætti í mars sl. þegar upp komst um svindl hans við gerð doktorsritgerðar. Eftir það fluttist hann með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna.

Karl-Theodor zu Guttenberg á fundi í Halifax, án gleraugna og ekki lengur sléttgreiddur.

Guttenberg reis hvað hraðast upp á stjörnuhiminn þýskra stjórnmálamanna og var tekið að ræða í alvöru um hann sem eftirmann Angelu Merkel meðal kristilegra demókrata þegar stjarna hans féll jafnvel hraðar en hún reis. Um síðustu helgi birist hann að nýju á opinberum vettvangi sem þátttakandi í umræðum um stjórnmál. Að þessu sinni í Halifax í Kanada.

Í frásögn Deutsche Welle af framgöngu Guttenbergs er tekið fram að hann hafi skipt um útlit. Hann sé ekki lengur með gleraugu og greiði ekki lengur hárið slétt aftur með geli. Greint er frá því að á öryggisráðstefnunni í Halifax hafi hann verið kynntur fyrir um 300 áheyrendum sem „háttvírtur Karl-Theodor zu Guttenberg, virtur stjórnmálaleiðtogi, Center for Strategic and International Studies (CSIS)“. Guttenberg starfar nú hjá CSIS, hugveitu í Washington.

„Það er magnað að horfa á Evrópu frá Bandaríkjunum á þessari stundu. Það er mjög áhugavert,“ sagði Guttenberg og vísaði til skuldavandans sem hrjáir evru-svæðið og ESB í heild. „Þetta er ekki evru-kreppa eða skuldakreppa, þetta er skilnings-kreppa, stjórnmálaleiðtoga-kreppa,“ sagði hann.

Hann sagði að of fáir þýskir stjórnmálamenn skyldu eðli Evrópusambandsins. Hann sakaði pólitíska forystumenn í Evrópu um að „hrekjast frá einni bráðabirgðalausn til annarrar“.

Guttenberg tók þátt í rúmlega klukkustundar pallborðsumræðum með John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, og Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Nú um helgina voru blöðin Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) og Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung heiðruð með þýsku Leuchtturm-verðlaununum fyrir rannsóknarblaðamennsku vegna þáttar þeirra við að afhjúpa ritstuldinn í doktorsritgerð Guttenbergs. Háskólinn í Bayreuth afturkallaði doktorsnafnbótina og lýsti ritgerðina marklausa.

Skömmu áður en ásakanir um ritstuldinn birtust gáfu skoðanakannanir til kynna að Guttenberg væri vinsælasti stjórnmálamaður Þýskalands.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS