Um 40% Breta telja að það mundi hafa jákvæð áhrif á efnahag Breta að yfirgefa Evrópusambandið. Um 90% óttast áhrif evru-kreppunnar á breskt efnahagslíf. Þetta kemur fram í breska blaðinu Metro sunnudaginn 20. nóvember.
Þegar Bretar voru spurðir hvort þeir hefðu fylgst með framvindu mála á evru-svæðinu og skuldavanda Grikkja, Ítala og Íra sögðust 70% hafa gert það. Svipaður fjöldi fólks telur að breskur efnahahagur hefði orðið hart úti notaði þjóðin evru.
Nigel Farage, leiðtogi breskra sjálfstæðissina, UKIP, sagði í tilefni af könnuninni:
„Hinir einu sem undrast vegna þessara talna eru leiðtogar þriggja stóru flokkanna. Hver sá sem nennir að ræða við fólkið í landinu áttar sig á því að sú skoðun setur mestan svip á umræðurnar að Bretar eigi að yfirgefa Evrópusambandið. Öfgamennirnir eru þeir sem vilja halda okkur þar inni án stuðnings almennings.“
Chris Davis, ESB-þingmaður frjálslyndra, sagði hins vegar að Bretar yrðu áfram bundnir af ESB-reglum sem þeir ættu engan þátt í að móta:
„Að yfirgefa ESB mundi leiða til þess að ákvarðanir yrðu teknar af ríkjum miðhluta Evrópu og við mundum óhjákvæmilega verða að fara eftir þeim til að viðhalda viðskiptatengslum okkar. Þeir sem vilja að Bretar segi sig úr ESB tala af vankunnáttu eða vilja ganga gegn raunverulegum hagsmunum Bretlands.“
Harris-stofnunin annaðist könnunina fyrir Metro, tóku 1.031 eldri en 16 ára þátt í henni á tímabilinu 8. til 15. nóvember.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.