Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Telegraph: Evran stefnir á öskuhaug sögunnar


24. nóvember 2011 klukkan 23:10

Lántökukostnaður breska ríkisins lækkaði niður fyrir kostnað þýska ríkisins í fyrsta sinn í þrjú ár fimmtudaginn 24. nóvember vegna ótta lánveitenda við áhrif evru-kreppunnar á þýskan efnahag. The Daily Telegraph segir að evran sé á leið á öskuhaug sögunnar.

Vextir á 10 ára breskum ríkisskuldabréfum lækkuðu í 2,16% en sambærilegir vextir á þýskum ríkiskuldabréfum „Bund“ hækkuðu í 2,21%. Sýnir þetta að fjárfestar hafa meiri trú á að Bretar geti glímt við skuldir sínar en lykilríkið á evru-svæðinu.

Hækkunin á lántökukostnaði Þjóðverja siglir í kjölfar þess að sala á þýskum ríkisskuldabréfum misheppnaðist miðvikudaginn 23. nóvember. Hefur þýsku Bund-bréfunum aldrei verið verr tekið síðan evran kom til sögunnar. Í Bretlandi er þetta túlkað á þann veg að fjárfestar óttist hrun evru-svæðisins.

Í The Daily Telegraph segir að þessi þróun sé til markt um að á mörkuðum hallist menn nú að því sem áður var skoðun minnihlutans þar að evran falli dauð niður eða evru-svæðið leysist upp í minni einingar.

Blaðið segir að menn hafi veðjað á að Angela Merkel Þýskalandskanslari mundi láta undan þrýstingi um að Seðlabanki Evrópu yrði beinn þátttakandi í því að verja evru-ríkin áföllum. Fyrir henni vekti aðeins að tala sig í mjúkinn hjá þýskum kjósendum á meðan hún teldi það nauðsynlegt síðan myndi hún snúa við blaðinu og láta undan þrýstingi annarra evru-leiðtoga. Nú hafi hins vegar komið í ljós að Merkel láti ekki haggast.

Við þetta hafi trú alþjóðlegra fjárfesta á evrunni fallið. Þeir hafi sett evruna í bann. Bandaríkjamenn reyni að ná peningum sínum eins fljótt og þeir með góðu móti geta og flytja þá annað. Breskir bankar hafi hætt að lána öðrum en öruggustu viðskiptavinum sínum á evru-svæðinu en þeir hafi meðal annars misst traust bandarískra lánardrottna.

Í The Daily Telegraph segir:

„Næstum allt virðist betra en mynt sem kann bráðlega að lenda á öskuhaug sögunnar. Eins og hendi sé veifað verður pundið kjörmynt í Evrópu.

Við okkur blasir ógnvekjandi atburður – dauðateygjur gjaldmiðils. Og þetta er ekki nein gömul úrelt mynt heldur var hún kynnt til sögunnar á þann veg að hún mundi örugglega skipa sér sess við hlið dollarsins sem ein af helstu meginmyntum heimsins. Það fyrirheit virðist nú hafa verið orðin tóm.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS