Við afgreiðslu þýska þingsins á fjárlögum ársins 2012 snerust umræður meira um evru-skuldabréf og skyldur Þjóðverja gagnvart öðrum evru-þjóðum en útgjöld á heimavelli.
Þjóðverjar og Frakkar stefna að „fjárlagasambandi“. Þetta hugtak kom nýlega fyrir í ræðu Angelu Merkel kanslara þegar hún vildi lýsa því sem mestu skipti fyrir evru-svæðið. Hugtakinu er ætlað lýsa myntbandalagi með samræmdri fjárlagastefnu og strangri framkvæmd fjárlaga í öllum aðildarríkjunum.
Í þingumræðunum í vikunni sagði Merkel jafnframt að nauðsynlegt væri að samræma réttindi launþega, eftirlaunaaldur og skattareglur. Í því samhengi sagði hún að Frakkar og Þjóðverjar stefndu að sameiginlegum fyrirtækjaskatti árið 2013.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, upplýsti þingmenn um það föstudaginn 25. nóvember að ríkisstjórnin vildi að samþykkt yrðu meginatriði í „raunverulegu fjárlagasambandi ríkja evru-svæðisins ... mjög bráðlega, hugsanlega 9. desember“ á næsta fundi leiðtogaráðs ESB. Þjóðverjar vilja að stöðugleikasáttmáli evrunnar verði styrktur og teknar verði upp sjálfkrafa refsingar gagnvart ríkjum sem fara yfir skýr mörk um ríkissjóðshalla.
„Við ætlum að fara að þessum [fjár]lögum og ef öll önnur ríki fara að sínum lögum sigrast menn fljótt á skuldavanda einstakra ríkja,“ sagði Schäuble þegar þingið samþykkti fjárlögin fyrir árið 2012. ESB verður að leysa vandann sem hefur valdið kreppunni sagði hann og taldi „allar skyndilausnir eins og að prenta peninga eða varpa skuldinni á alla án sameiginlegrar fjárlagastefnu rangar“. Slík úrræði yrðu aðeins til að létta pressunni af verst settu ríkjunum sem ættu þó að leggja sig mest fram um að leysa vandamál sín.
Í Berlín heyrast raddir sem efast um heilindi Merkel þegar hún segist alfarið andvíg útgáfu evru-skuldabréfa. Jürgen Trittin, þingflokksformaður stjórnarandstöðuflokks græningja, hefur lýst yfir því að afstaða Merkel sé ekkert annað en fyrirsláttur til að knýja fram breytingar á Lissabon-sáttmálanum. Græningjar og hluti jafnaðarmanna sem einnig eru í stjórnarandstöðu styðja útgáfu evru-skuldabréfanna.
Blöð eins og Financial Times Deutschland og Tagesspiegel í Berlín að samstaðan um að standa gegn evur-skuldabréfum sé að gliðna á þýska þinginu, ekki sist meðal kristilegra demókrata (CDU), flokksmanna Merkel. Deutsche Welle segir að háværar kröfur frjálsra demókrata, samstarfsmanna kristilegra að baki Merkel, um að ríkisstjórnin breyti ekki um stefnu gefi til kynna að þeir telji hættu á ferðum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.