Helstu seðlabankar heims hófu aðgerðir miðvikudaginn 30. nóvember til að leggja aðþrengdum bönkum lið. Á vettvangi ESB sagði Olli Rehn, efnahagsstjóri ESB, að sambandið og aðildarríki þess hefðu nú 10 daga til að taka þannig á málum að komið yrði í veg fyrir hnattrænt hrun.
Seðlabankar evru-ríkjanna, Bandaríkjanna, Japans, Sviss, Kanada og Bretlands tilkynntu sameiginlega að þeir mundu leggja fram gífurlegt fjármagn til að leysa úr lausafjárvanda alþjóðlega fjármálakerfisins.
Eftir tilkynninguna styrktist evran og hlutabréf hækkuðu í verði. Vegna lækkunar á verði ríkisskuldabréfa hefur þrengt að mörgum bönkum auk þess sem þeir hafa verið tegir til að lána hver öðrum. Vegna þessa hefur svigrúm til að lána fyrirtækjum minnkað og þar með hefur dregið úr hagvexti.
Seðlabankarnir sögðu að þeir mundu leggja bönkum til fé á lágum vöxtum þar til í febrúar 2013 til þess að draga úr neikvæðum áhrifum á lán til heimila og fyrirtækja.
Í fréttum er bent á að svipuð boð voru látin úr ganga í maí 2010 þegar ESB viðurkenndi fyrst að vandi Grikkja væri orðinn að vanda evru-svæðinu og það olli miklum áhyggjum á alþjóðavettvangi meðal annars í Bandaríkjunum og Japan.
Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar föstudaginn 9. desember. Olli Rehn vill að þar verði teknar afdráttarlausar ákvarðanir gegn skuldavandanum.
Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, segir að vandinn eigi aðeins eftir að aukast verði ekki tekið á honum núna. Í viðtali við vikublaðið L‘Express sagði hann að hryndi evru-samstarfið jafngilti það að „Evrópusambandið sjálft muni splundrast“.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.