Stíf fundarhöld standa yfir og eru framundan í aðdraganda leiðtogafundar evruríkjanna 9. desember n.k. Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna fer til Evrópu að ósk Obama, Bandaríkjaforseta og mun eiga viðræður þar dagana 6-8. desember. Geithner hittir Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands að máli í Berlín og Mario Draghi, aðalbankastjóra Seðlabanka Evrópu og Jens Weidmann, bankastjóra Bundesbank í Frankfurt. Hann mun einnig eiga fund með Sarkozy, Frakklandsforseta, Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu og Mariano Rajoy, verðandi forsætisráðherra Spánar. Tilgangurinn með ferðinni er að leggja áherzlu á sjónarmið Bandaríkjamanna varðandi evrukreppuna.
BBC segir ljóst að Merkel og Sarkozy séu sammála um að kerfisgalli sé í myntbandalaginu, sem kalli á endurskoðun á samþykktum þess og stofnunum. Jafnframt fari ekki á milli mála, að myntbandalagið sé að breytast í ríkisfjármálabandalag með sterkri miðstýringu á sköttum og útgjöldum. Hins vegar sé ekki ljóst hvort lengra verður gengið. Merkel útilokar sameiginlega ábyrgð á skuldum evruríkjanna.
Rætt er um samskipti evruríkjanna og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Merkel útilokar að nota Seðlabanka Evrópu til þess að lána fé til ríkisstjórna í vandræðum. Nú er talað um að seðlabankar einstakra aðildarríkja láni Alþjóða gjaldeyrissjóðnum peninga, sem muni nota þá til að lána ríkisstjórnum í vandræðum fé.
Tekið er fram í fréttum Reuters, að Bandaríkin muni ekki taka þátt í þessari lánastarfsemi enda ekki stuðningur við það í þinginu.
Í gær lækkaði Dow Jonesvísitalan um 0,01% en Nasdaq hækkaði um 0,03%. London lokaði með 1,15% hækkun, Frankfurt með 0,74% hækkun og París með 1,12%.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.