Mörg stærstu fyrirtæki Bretlands búa sig nú undir að evran hverfi, segir á vefsíðu danska blaðsins Morgenavisen Jyllands-Posten laugardaginn 3. desember. Í fréttinni er fullyrt að vegna evru-umrótsins hafi mörg stærstu fyrirtæki Bretlands tekið afdrifaríkar ákvarðanir til að búa sig undir líf að lokinni evru þar sem hvert ríki taki að nýju upp eigin mynt.
Danska blaðið vitnar í The Guardian í London sem segi að risar á borð við Diagaeo, GlaxoSmithKline, Unilever og Vodafone séu í hópi þeirra sem búi sig nú undir brotthvarf evrunnar.
Graham Leach, aðalhagfræðingur hjá Institute of Directors, telur að í mörgum löndum verði allt að 40% gengisfall komi gamla mynt þeirra aftur til sögunnar. Það muni skipta þau fyrirtæki í Bretlandi miklu sem stunda útflutning.
Diageo er fyrirtækið að baki áfengistegundum á borð við Johnnie Walker og Smirnoff. Fyrirtækið hefur gert viðbragðsáætlanir sem taka mið af því að evran hverfi. Niðurstaðan er svipuð hjá sérfræðingum Diageo og hjá Graham Leach. Fyrirtækið óttast að varningur þess hækki mjög í verði í löndum eftir gengisfellingu.
Í sömu frétt danska blaðsins kemur fram í Bandaríkjunum sé mat manna framtíð evrunnar annað en í Bretlandi. Bank of America telji litlar líkur á dauða evrunnar. Sérfræðingum bankans þykir líklegast að það einhver evru-ríki heltist úr lestinni takist ekki að sigrast á skuldavandanum.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.