Fimmtudagurinn 28. janúar 2021

Le Monde veltir fyrir sér hvort Bretar eigi rétt til aðildar að innri markaði ESB


10. desember 2011 klukkan 15:30

Í leiðara franska blaðsins Le Monde um niðurstöðu leiðtogafundar ESB-ríkjanna 8. og 9. desember segir að þar hafi verið teknar „sögulegar“ ákvarðanir sem dugi þó því miður ekki til að slökkva þá elda sem skuldakreppan hafi kveikt innan ESB.

Blaðið segir að Evrópusambandið geti ekki þolað að innan vébanda sinna séu þeir sem reyni að ná öllu fram sem þeir vilja án þess að borga fyrir það og virða agareglur. Bretar hafi aldrei viljað evruna né haft trú á henni. Þeir hafi skipað sér til hliðar við sambandið að þessu leyti. Þetta sé þeirra val. Á hinn bóginn megi velta fyrir sér lögmæti þess að þeir eigi aðgang að innri markaðnum, eigi fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB og öðrum stofnunum sambandsins. Þetta sé nauðsynlegt að ræða í framhaldi af því sem gerðist á fundi leiðtoga ESB.

Blaðið bendir á að leiðtogafundurinn hafi staðfest forystuhlutverk Frakka og Þjóðverja við að þróa samstarf Evrópuríkja. Nú verði gerður samningur milli ríkisstjórna 26 ríkja í þeim anda sem Angela Merkel og Nicolas Sarkozy hefðu kynnt eftir fund sinn í París 5. desember. Nú 20 árum eftir að Maastricht-sáttmálinn hafi verið gerður hafi loks tekist að koma því um kring, sem ekki tókst þá að leggja drög að, ríkisfjármálasamningi innan vébanda myntsáttmálans. Um sé að ræða óhjákvæmilegt en meiriháttar fullveldisframsal sem örugglega muni sæta mikilli andstöðu hér og þar.

Blaðið bendir á að þetta sé sextándi leiðtogafundurinn helgaður evrunni síðan vandræðin hófust á árinu 2009. Hið sama eigi við eftir hann eins og hina fimmtán fyrri fundi að enginn viti hvernig niðurstöðu hans verði tekið á fjármálamörkuðum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS