Karl-Theodor zu Guttenberg (40 ára) sem neyddist til að segja af sér sem varnarmálaráðherra Þýskalands í mars vegna ritstulds í doktorsritgerð í stjórnskipunarlögum við háskólann í Bayreuth hefur fengið heiðursstöðu hjá ESB í Brussel sem ráðgjafi um frelsi í netheimum. Frá þessu var skýrt mánudaginn 12. desember.
Neelie Kroes, framkvæmdastjóri upplýsingatæknimála hjá ESB, sagði að Guttenberg mundi verða sér til ráðgjafar um hvernig ESB gæti stutt bloggara og aðgerðasinna í netheimum sem sæta ofsóknum í einræðisríkjum.
Þýskir fjölmiðlar og stjórnmálamenn mótmæltu þessari ráðstöfun harðlega. Var framkvæmdastjórnin sökuð um að auðvelda Guttenberg að ávinna sér traust að nýju á þennan hátt. „Ég er að leita að hæfileikamanni en ekki dýrlingi,“ sagði Kroes þegar hún var spurð um þessa gagnrýni.
„Ég er ekki á leiðinni aftur í stjórnmál,“ sagði Guttenberg á blaðamannafundi í Brussel þar sem hann sat fyrir svörum í fyrsta sinn frá því að hann sagði af sér.
„Vald netsins birtist mér af fullum þunga í fyrsta sinn á þessu ári. Mér er ljóst hve það er mikið og ég virði mátt þess til að halda þeim við efnið sem eru við völd,“ sagði hann.
Þýsk yfirvöld féllu frá rannsókn á ásökunum um ritstuld á hendur Guttenberg í síðasta mánuði eftir að hann samþykkti að gefa 20.000 evrur til stofnunar fyrir börn með krabbamein.
Ríkissaksóknari sagði að þótt 23 kaflar í doktorsritgerð Guttenbergs brytu ef til vill gegn höfundarrétti væri fjárhagslegt tjón upphaflegra höfunda aðeins smávægilegt og Guttenberg hefði ekki hagnast fjárhagslega á ritgerðinni.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.