Brezka fjármálaeftirlitið FSA hefur birt skýrslu um fall Royal Bank of Scotland, sem frá árinu 2008 hefur kostað skattgreiðendur í Bretlandi 44,5 milljarða sterlingspunda auk óbeins kostnaðar. Í skýrslunni eru ástæður fyrir falli bankans raktar og þær eru þessar í meginatriðum:
1. Stjórnendur bankans og stjórn hans, sem átti að fylgjast með stjórnendum bera mesta ábyrgð.
2. Í næsta sæti eru eftirlitsaðilar, þ.e. FSA sjálft.
3. Þá segir í skýrslunni að hið pólitíska andrúmsloft hafi lagt blessun sína yfir að allt mætti gera.
Daily Telegraph segir í morgun, að skýrslan hafni þeirri kenningu Gordons Brown, þáverandi forsætisráðherra Breta, að fjármálakreppan hafi verið innflutt frá Bandaríkjunum. Töp af bandarískum undirmálslánum séu aðeins ein af sjö ástæðum, sem raktar eru fyrir falli bankans. Að auki hafi verið til staðar veikleikar í eiginfjárstöðu hans, fjármögnun og gæðum eigna.Yfirtaka bankans á ABN Amro hafi svo verið kornið, sem fyllti mælinn.
Í skýrlsunni segir að ríkisstjórn þess tíma, sem var ríkisstjórn Verkamannaflokksins, hafi haldið fram hagsmunum bankanna. Allir flokkar hafi hins vegar tekið þátt í því. Fjármálamarkaðir hafi verið gæsin, sem verpti gulleggjum. Það hafi verið nánast landráð að gagnrýna þessa peningavél, sem bankakerfið hafi verið fyrir hið opinbera.
Daily Telegraph segir að ekki hafi orðið vart gagnrýni frá Íhaldsflokknum, sem var þá í stjórnarandstöðu. Það hafi verið mistök að skilja starfsemi FSA frá Englandsbanka. Ofurhroki (hubris) hafi ráðið ríkjum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.