„Ég yrði glaður ef ég vissi svarið við eftirfarandi spurningu: Hver er framtíð Evrópusambandsins?“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, í umræðum í Sejm, pólska þinginu, fimmtudaginn 15. desember þegar hann gaf skýrslu um þróun ESB í formennskutíð Pólverja (1. júlí til 31. desember 2011) í sambandinu og fund leiðtogaráðs ESB 8. og 9. desember.
Í ræðu sinni sagði Tusk einnig:
„Skrefin sem hafa verið stigin innan ESB sýna ekki aðeins gagnsleysi einstakra stofnana og innihaldsleysi evrópskra meginsjónarmiða heldur einnig hve öflugir sundurlyndisstraumar eru í Evrópu … Pólverjar geta ekki staðið í öðrum eða þriðja hring … Mesta hættan fyrir Pólverja felst í þögulli skiptingu ESB … að á evru-svæðinu geri ríki eigin ráðstafanir inn á við og gleymi öllu er varða ríkin 27 sem brátt verða 28.“
Pólski forsætisráðherrann lagð einnig áherslu á að ákvarðanir um nýjan skipan mála innan ESB yrðu ekki teknar í þremur evrópskum höfuðborgum ( hann sagði óþarfa að nefna þær því að allir vissu hverjar þær væru), ríkin öll yrðu að koma að töku þessara ákvarðana.
Fulltrúar Flokks laga og réttar og Samstöðu Póllands sökuðu ríkisstjórnina og sérstaklega Radoslaw Sikorski utanríkisráðherra, sem hvatt hafði Þjóðverja til að láta meira að sér kveða innan ESB, um svik við hagsmuni og fullveldi Póllands. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu einnig mikilli reiði vegna áforma um að Pólverjar veittu fé til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem síðan notaði það til að styðja ríki í ESB þar sem lífskjör væru miklu betri en í Póllandi.
Fréttaskýrendur segja að umræðurnar í þinginu um stöðu ESB eftir formennskuskeið Pólverja hafi borið þess merki að bæði stjórn og stjórnarandstaða óttast að með samvinnu sinni takist Frökkum og Þjóðverjum að fara fram hjá stofnunum ESB og fjölda aðildarríkja. Gegn þessu verði að sporna.
Í úttekt í pólska dagblaðinu Rzeczpospolita um ESB-formennsku Pólverja sagði að pólskir ráðamenn hefðu verið eins og „framhlið“ því í kreppunni hefðu „valdataumarnir innan ESB hvorki verið í höndum formennskuríkisins, ráðherraráðs ESB, framkvæmdastjórnar ESB né ESB-þingsins heldur hjá ráðamönnum í tveimur höfuðborgum – Berlín og París.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.