Þýska ríkisstjórnin leggur sig í líma við að virkja Breta sem mest innan ESB þrátt fyrir að George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, hafi mánudaginn 19. desember tilkynnt að þeir mundu ekki leggja fram 30 milljarða evra í framlag ESB-ríkjanna til Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þetta kemur fram á vefsíðunni mailonline.co.uk 20. desember þar sem segir einnig að Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, hafi að kvöldi 19. desember nýtt sér heimsókn til London til að hlaða lofi á Breta og sagt þá „ómetanlega samstarfsmenn“ auk þess að heita því að ekki yrði hróflað við fjármálaþjónustufyrirtækjum í London.
Á vefsíðunni segir að sífellt fleira bendi til þess að Þjóðverjar séu fúsir til að fara á bakvið Frakka með því að veita David Cameron stuðning til að vernda City of London en Cameron hafnaði þátttöku í gerð evru-samnings á leiðtogafundi í Brussel 8. og 9. desember vegna þess að ekki var fallist á ósk hans um sérlausn í þágu breskra fjármálafyrirtækja.
Westerwelle flutti ræðu ásamt William Hague, utanríkisráðherra Breta, og lofaði því að City mundi blómstra áfram. Hann sagði að Þjóðverjar vildu að ESB-ríkin 27 stæðu öll saman að næstu skrefum. „Meginboðskapur minn til bresks almennings er þessi: þið getið treyst á okkur og við getum treyst á ykkur. Um það ríkir enginn vafi að við viljum vera samstiga á næstunni 27 ríki ESB. Ég stend hér til að sýna að við viljum brúa bilið milli aðila.“
Mailonline segir að orðin um að „brúa bilið“ stangist illilega á við það sem Frakkar hafi sagt í hvassri ádeilu sinni á Breta síðustu daga, engu sé líkara en þeir vilji Breta alfarið út úr ESB.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.