Sunnudagurinn 7. mars 2021

Eva Joly gagnrýnir val á konu ársins í Frakklandi - segir hana ekki fyrirmynd kvenna


20. desember 2011 klukkan 13:36

Anne Sinclair (63 ára), eiginkona Dominiques Strauss-Kahn, hefur verið tilnefnd kona ársins af frönskum kvennablaði. Eva Joly, forsetaframbjóðandi franskra græningja, mótmælir þessu vali.

Bent er á að Anne Sinclair hafi staðið við hliði eiginmanns síns síðan hann sætti handtöku fyrir meinta kynferðislega árás á hótelþernu í New York 14. maí sl. Ákæra á hendur honum var síðan felld niður.

Anne Sinclair stjórnaði sjónvarpsþættinum 7 sur 7 áður en hún giftist Dominique Strauss-Kahn.

Í netblaðinu Terrafemina voru lesendur beðnir að velja tvær konur af 10 kvenna lista. All völdu 25% Anne Sinclair. Í blaðinu var henni lýst sem táknmynd fyrir „hugrekki og þrautseigju“ andspænis lögsókn á hendur manni hennar.

Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kom fast á hæla Sinclair með 24% stuðning.

Eva Joly lýsti hneykslun sinni á niðurstöðunni sem hún sagði sýna að franskar konur lifðu í fortíðinni:

„Mér finnst full ástæða til að mótmæla þessu, í raun er niðurstaðan ótrúleg, að hún sé vinsælli en framúrskarandi stjórnmálamaður og stjórnandi eins og Christine Lagarde hjá AGS. Ég tel að þetta leiði í ljós mjög, mjög úrelta hugmynd um lífið og samskipti karls og konu“,„ sagðo Eva Joly við i-Téle-sjónvarpsstöðina.

Þá sagði Joly: „Hvers vegna að gera hana að hetju? Anne Sinclair er ekki fyrirmynd annarra kvenna.“

Anne Sinclair var þjóðkunn sjónvarps-fréttakona áður en hún giftist Strauss-Kahn. Hún var aðalstjórnandi vikulegs þáttar um fréttir og fréttatengd efni, 7 sur 7, á níunda og tíunda áratugnum.

Martine Aubry, formaður franskra sósíalista, hlaut þriðja sætið. Hún bauð sig fram í forseta-prófkjöri sósíalista en náði ekki fyrsta sæti þar.

Marine Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, skipaði fjórða sætið ásamt söngkonunni Nolwenn Leroy með 18%.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS