Anne Sinclair (63 ára), eiginkona Dominiques Strauss-Kahn, hefur verið tilnefnd kona ársins af frönskum kvennablaði. Eva Joly, forsetaframbjóðandi franskra græningja, mótmælir þessu vali.
Bent er á að Anne Sinclair hafi staðið við hliði eiginmanns síns síðan hann sætti handtöku fyrir meinta kynferðislega árás á hótelþernu í New York 14. maí sl. Ákæra á hendur honum var síðan felld niður.
Í netblaðinu Terrafemina voru lesendur beðnir að velja tvær konur af 10 kvenna lista. All völdu 25% Anne Sinclair. Í blaðinu var henni lýst sem táknmynd fyrir „hugrekki og þrautseigju“ andspænis lögsókn á hendur manni hennar.
Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kom fast á hæla Sinclair með 24% stuðning.
Eva Joly lýsti hneykslun sinni á niðurstöðunni sem hún sagði sýna að franskar konur lifðu í fortíðinni:
„Mér finnst full ástæða til að mótmæla þessu, í raun er niðurstaðan ótrúleg, að hún sé vinsælli en framúrskarandi stjórnmálamaður og stjórnandi eins og Christine Lagarde hjá AGS. Ég tel að þetta leiði í ljós mjög, mjög úrelta hugmynd um lífið og samskipti karls og konu“,„ sagðo Eva Joly við i-Téle-sjónvarpsstöðina.
Þá sagði Joly: „Hvers vegna að gera hana að hetju? Anne Sinclair er ekki fyrirmynd annarra kvenna.“
Anne Sinclair var þjóðkunn sjónvarps-fréttakona áður en hún giftist Strauss-Kahn. Hún var aðalstjórnandi vikulegs þáttar um fréttir og fréttatengd efni, 7 sur 7, á níunda og tíunda áratugnum.
Martine Aubry, formaður franskra sósíalista, hlaut þriðja sætið. Hún bauð sig fram í forseta-prófkjöri sósíalista en náði ekki fyrsta sæti þar.
Marine Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, skipaði fjórða sætið ásamt söngkonunni Nolwenn Leroy með 18%.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.