Advice-hópurinn, sem varð til þegar boðað var til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave III, telur „afar óæskilegt“ að Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra „sé ætlað forræði á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og jafnframt að gæta hagsmuna Íslands í Icesave málinu“. Skorara hópurinn á ríkisstjórnina að endurskoða þá ákvörðun.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem hópurinn sendi frá sér síðdegis þriðjudaginn 20. desember. Þar segir:
„Advice hópurinn vekur athygli á því að ríkisstjórnin sem taldi rétt að samþykkja Icesave samningana er í þröngri stöðu, sérstaklega hvað varðar að halda uppi vörnum í málinu fyrir EFTA dómstólnum. Hætt er við að ríkisstjórn, sem kaus að samþykkja slaka samninga, sé hvorki sannfærð um traustan málstað Íslands, né sannfærandi frammi fyrir dómstólnum.
Draga má í efa að ríkisstjórn, sem kennd hefur verið við „afleik aldarinnar“, geti notið fyllsta trausts þjóðarinnar í málinu. Það að ganga gegn bókun meirihluta utanríkisnefndar um fyrirsvar málsins bætir ekki úr skák.
Það er afar óæskilegt að utanríkisráðherra sé ætlað forræði á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og jafnframt að gæta hagsmuna Íslands í Icesave málinu. Skorað er á ríkisstjórnina að endurskoða þá ákvörðun.
Að lokum vill Advice hópurinn árétta mikilvægi þess að vörnin verði tekin föstum tökum. Það verður ekki gert án þess að teflt verði fram færustu sérfræðingum. Einnig má ekki vanrækja að kynna málstað Íslands fyrir erlendum fjölmiðlum og álitsgjöfum.“
Á vefsíðunni advice.is er hópnum lýst á þennan hátt:
„ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að miðla upplýsingum um mikilvægi þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi.
ADVICE hópurinn telur að hallað hafi á sjónarmið gegn Icesave lögunum í kynningu málsins. Hópurinn vill leggja sig fram um að upplýsa um helstu rök gegn lögunum. Kjósendur eiga rétt á því að kynna sér bæði sjónarmiðin áður en þeir gera upp hug sinn.
Meðlimir ADVICE hópsins hafa ólíkar stjórnmálaskoðanir en eru sammála um að farsælast sé fyrir Ísland að hafna Icesave lögunum.
Verkefni ADVICE hópsins er að færa fram sem skýrust rök með höfnun og einnig að varpa ljósi á helstu veikleika í málflutningi þeirra sem vilja að þjóðin samþykki Icesave lögin.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.