Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra áréttaði þá skoðun sína í Kastljósi miðvikudaginn 21. desember að evru-vandinn skapaði „sóknartækifæri fyrir Ísland“ í viðræðunum við Evrópusambandið. Nú væri evran „betri á bragðið en þegar við lögðum af stað“ og þar með betri gulrót til að lokka þjóðina inn í Evrópusambandið. Samningar mundu þó ekki hafa náðst fyrir kosningar í apríl 2013.
Össur taldi að leiðtogar Evrópusambandsins hefðu 8. og 9. desember tekið „einbeitta ákvörðun“ um að grípa til allra ráða til að koma evrunni í „þokkalegt horf“. Það væri ljóst að Grikkir hefðu „svindlað“ og nú ætti að útiloka að það gerðist að nýju.
Össur gerði lítið úr spurningu Þóru Arnórsdóttur í Kastljósi um að helmingur ríkisstjórnarinnar væri andvígur aðild að ESB; VG hefði staðið að aðildarumsókninni, ríkisstjórnin hefði öll lagt hana fyrir alþingi og samningar hefðu gengið betur en ætlað var í upphafi.
Samstarf sitt við Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væri gott. Jón liti yfir öxlina á sér og þar með gæfi Jón Bjarnason viðræðunum trúverðugleika. Hann lifði góðu lífi með Jóni í ríkisstjórninni.
Utanríkisráðherra sagðist líta þannig á að meirihluti þjóðarinnar vildi halda viðræðunum áfram og sjá niðurstöðu þeirra til að segja álit sitt á henni. Á annan hátt væri ekki unnt að túlka afstöðu Sjálfstæðisflokksins, sá sem ekki vildi slíta viðræðunum hlyti að vilja halda þeim áfram.
Þóra Arnórsdóttir spurði hvers vegna menn ræddu ekki erfiðustu málin milli Íslands og ESB, landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál, í stað þess að opna og loka köflum um þau mál sem ekki vektu ágreining. Össur sagði að hann hefði viljað opna kaflana um sjávarútveg og landbúnað snemma, þingið hefði viljað það og einnig fulltrúar ESB en það hefði ekki tekist af ýmsum ástæðum sem hann lýsti ekki nánar en lét þess þó getið að endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB hefði seinkað.
Í máli Össurar kom fram að hann teldi ekki framkvæmanlegt að ljúka gerð aðildarsamnings við ESB fyrir kosningar í apríl 2013. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur hafa lagt áherslu á að aðildarviðræðum lyki fyrir þann tíma, það væri munur á því og ganga frá samningi. Í nýlegri heimsókn sinni til Brussel hefði hann heyrt fulltrúa Dana sem færu með formennsku í ESB fyrri hluta árs 2012 lýsa yfir áhuga á að opna kaflana um sjávarútveg og landbúnað „sem fyrst“.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.