Líkur á því að evru-ríkjum fjölgi á þessum áratug eru óljósar. Tveimur ESB-þjóðum, Bretum og Dönum, ber ekki að taka upp evru. Bretar standa utan áforma um nýjan evru-samning. Af þeim níu ESB-ríkjum sem standa utan evru-sambandsins er áhugi almennings á aðild lítill. Ríkisstjórnir sumra þeirra segjast stefna að aðild árið 2015 án þess þó að hafa ákveðið aðild að evru-gengissamstarfinu ERM II. Tveggja ára aðild að ERM II er forsenda evru-aðildar en Sðelabanki Evrópu metur hvort ríki sé hæft til að taka upp evru eða ekki.
Hér verður litið á stöðu evru-mála í níu ESB-ríkjum sem ekki hafa evru en stefna að því að tengjast evru-samningnum um ríkisfjármálasamstarf á einn eða annan hátt.
Danmörk
Í Danmörku sýna kannanir að 71% Dana vilja halda í krónuna. Dönum er ekki skylt að taka upp evru þar sem þeir samþykktu fyrirvara gegn upptöku hennar. Engin áform eru uppi meðal danskra stjórnmálamanna að leita álits þjóðarinnar á því hvort falla beri frá þessum fyrirvara.
Svíþjóð
Nýleg könnun sýnir að 87,6% Svía eru andvígir upptöku evru. Svíar felldu evru-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2003. Svíum er skylt að taka upp evru samkvæmt aðildarsamningi sínum við ESB. Áður en til aðildar að evrunni kemur verður sænska ríkisstjórnin að samþykkja aðild að gengissamstarfi evru-ríkja ERM II. Ríki þurfa að starfa innan ERM II í tvo ár til að verða gjaldgeng sem evru-ríki.
Sænska ríkisstjórnin hefur engin áform um að ganga í ERM II.
Tékkland
Nærri 70% Tékka eru andvígir því að taka upp evru en aðeins 18% styðja það samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var í nóvember.
Petr Necas, forsætisráðherra Tékklands, hefur oftar en einu sinni sagt að ríkisstjórn sín stefni ekki að því að ákveða evru-dag fyrir Tékka en kjörtímabilinu lýkur árið 2014 í Tékklandi.
Seðlabanki Tékklands og fjármálaráðuneytið í Prag sögðu um miðjan desember 2011 að óskynsamlegt væri fyrir Tékka að ganga í gengissamstarf evru-ríkja, ERM II á árinu 2012.
Pólland
Um 75% Pólverja vilja standa utan evru-svæðisins en 22% tengjast samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar sem birt var í byrjun desember.
Pólska ríkisstjórnin hefur ekki ákveðið neinn evru-dag en segist stefna að því að fullnægja öllum evru-skilyrðum árið 2015.
Búlgaría
Ríkisstjórn Búlgaríu segist geta fullnægt öllum evru-aðildarskilyrðum á árinu 2012. Stjórnin segir markmið sitt að taka upp evru árið 2015, hún hefur hins vegar ekki boðað neitt um hvenær hún hyggst ganga í ERM II, tveggja ára evru-biðstofuna.
Rúmenía
Ríkisstjórn Rúmeníu segist ætla að taka upp evru á árinu 2015. Rúmenía er ekki aðili að ERM II, stjórnvöld vilja ganga til gengissamstarfsins á árinu 2012.
Ungverjaland
Ríkisstjórnin hefur ekki áform um evru-aðild fyrir 2020.
Lettland
Ríkisstjórnin stefnir að upptöku evru á árinu 2014.
Litháen
Litháum var hafnað um evru-aðild árið 2007 þegar verðbólga var aðeins of mikil. Nú er stefnt að upptöku evru árið 2014. Andstæðingar evru-aðildar eru hins vegar fleiri (49%) en stuðningsmenn (43%) samkvæmt könnun frá því í lok nóvember.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.