Föstudagurinn 22. janúar 2021

Pútín snýst til varnar með mannabreytingum í Kremlarkastala


28. desember 2011 klukkan 18:27

Vladimir Pútin, forsætisráðherra Rússlands, er tekinn til við að stokka upp í lykilstöðum af ótta við að andstæðingum hans sé að vaxa ásmegin og þá þurfi að taka öðrum tökum en til þessa. Ákvarðanir Pútíns eru almennt ekki taldar til marks um neinn vilja af hans hálfu til að koma til móts við sjónarmið þeirra sem mótmælt hafa stjórnarháttum Kremlverja í Moskvu og annars staðar í Rússlandi undanfarna daga. Nú eru rúmlega tveir mánuðir til forsetakosninga í Rússland, 4. mars 2012. Pútín hefur boðið sig fram enda gefur skjólstæðingur hans Dmitri Medvedev ekki kost á sér til endurkjörs.

Vladislav Surkov

Við hina nýju uppstokkun innan Kremlar beinist athygli sérstaklega að áhrifamanni sem hefur um nokkurt skeið haldið sig á bakvið tjöldin. Þar er um að ræða „yfir-hugmyndafræðing“ Pútíns, Vladislav Surkov (47 ára), sem hefur verið aðstoðarskrifstofustjóri í forsetaskrifstofunni síðan 1999. Hann var þriðjudaginn 27. desember gerður að varforsætisráðherra með nýsköpun á sinni könnu. Litið hefur verið á Surkov sem aðalhöfund þess miðstýrða stjórnkerfis sem nú sætir gagnrýni. Milli 70.000 og 100.000 mótmæltu því á götum Moskvu á aðfangadag.

Surkov starfaði áður við auglýsingar og bjó til hugtakið „fullvalda lýðræði“ til að lýsa stjórnkerfi sem leyfði kosningar en dró allan mátt frá stofnunum sem gátu ógnað valdi Kremlverja. Hann stóð að því að skapa ýmis „pólitísk verkfæri“ eins og ungliðahreyfinguna Nashi, flokkinn Sameinað Rússland og eftirlitskerfi til að hafa stjórn á sjónvarpsstöðvum. Á þennan hátt hélt Pútín valdataumum í hendi sér í átta ár sem forseti.

Undanfarið hafa þessi tæki orðið máttvana og úrelt og Surkov orðið að skotspæni þeirra sem krefjast nýrra stjórnarhátta á netinu og á útifundum.

Aleksei L. Kudrin, fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að flutningur Surkovs milli embætta innan Kremlar væri „alvarleg tilraun til að endurnýja stjórnmálakerfið“ og taldi að bæði Pútín og Medvedev hefðu komið að ákvörðun um mannabreytingarnar.

„Ég lít á hann sem einn af hönnuðum kerfisins,“ sagði Kudrin um Surkov í Kommersant-FM útvarpsstöðinni. „Nú er hafin endurskoðun á kerfinu. Þörf er á nýjum skipuleggjendum með önnur viðhorf til stjórnmálakerfisins.“

Í The New York Times segir að framvegis muni Surkov ekki koma að stjórnmálabaráttunni heldur helga sig verkefnum á sviði nýsköpunar. Keppinautur hans, Vjatsjeslav Volodin, verður skipaður vara-skrifstofustjóri forsetaskirfstofunnar. Hann er einn af æðstu mönnum flokks Pútíns, Sameinaðs Rússlands.

Mikhail D. Prokhorov, rússneskur milljarðamæringur, hefur gagnrýnt Surkov undanfarin ár og talið hann hlutast til um málefni stjórnmálaflokka sem þóttust ekki hluti af valdakerfi Kremlverja.

Þriðjudaginn 27. desember taldi Prokhorov að ekki fælust nein stórtíðindi í breyttum högum Surkovs. „Þeir eru aðeins að flytja fólk úr einum stað í annan,“ sagði Prokhorov. „Væri þeim alvara er undarlegt að þeir skuli ekki reka óhæfa embættismenn, þess í stað er þeir að færa fólk á þennan einkennilega hátt á milli embætta.“

Heimild: Le Monde, The New York Times

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS