Þríeykið, ESB/AGS/Seðlabanki Evrópu, sem ráða miklu um efnahagsstefnu Írlands skilaði tveimur álitsgerðum um stöðu mála á Írlandi fyrir jól, sem nú hafa verið gerðar opinberar að sögn Irish Times. Þar kemur fram, að aukinn niðurskurður og nýjar skattahækkanir eru áformaðar á árinu 2013 til viðbótar við það, sem þegar hefur verið gert. Þá kemur fram, að ágreiningur er á milli þríeykisins og írsku ríkisstjórnarinnar um sölu ríkiseigna. Þríeykið vill að ríkið selji eignir fyrir 5 miljarða evra en ríkisstjórnin vill halda sig við sölu á eignum fyrir 2 milljarða evra.
Irish Times segir, að fyrirhugað sé að hækka skatta á næsta ári um 1,25 milljarða evra og skera niður opinber útgjöld til viðbótar fyrir um 2,25 milljarða evra. Samtals 3,5 milljarða evra í nýjum sköttum og niðurskurði á næsta ári.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.