Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, hafnaði því sunndaginn 8. janúar að evran væri í kreppu og sagði ríkisstjórn sína styðja tillögu um skatt á fjámagnstilfærslur (Tobin-skatt) að frumkvæði Frakka – en aðeins ef hann næði til allra ESB-ríkja.
„Evran er ekki í kreppu, hún hefur haldið stöðu sinni gagnvart dollar,“ sagði Monti við RAI 3 sjónvarpsstöðina og bætti við að ítalska bankakerfið væri ekki heldur í hættu. „Vandi okkar er sá að sum ESB-ríkja glíma við opinbera skuldakreppu. Kreppa okkar er kerfiskreppa.“
Monti var á sínum tíma í framkvæmdastjórn ESB en varð forsætis- og fjármálaráðherra Ítalíu í nóvember 2011 til að takast á við efnahagsvandann á annan hátt en Silvio Berlusconi. Monti lét orðin um að ekki steðjaði hætta að bankakerfinu falla nokkrum dögum eftir að stærsti banki Ítalíu UniCredit hafði boðað útsölu á eigin hlutabréfum til að ná í 7,5 milljarða evra aukið eigið fé.
UniCredit ætlar að hefja sölu hlutabréfanna mánudaginn 9. janúar á 1,943 evru hvert bréf sem er 43% afsláttur frá því verði sem áætlað er miðað við sölu á markaði þriðjudaginn 3. janúar.
Ríkisstjórn Silvios Berlusconis lagðist á sínum tíma gegn skatti á fjármagnstilfærslur innan ESB að sögn Montis. Hann sagðist hins vegar hafa lýst skilningi á nauðsyn skattsins.
„Við [ítalska ríkisstjórnin] erum tilbúin að vinna að málinu en aldrei, ég segi aldrei, ef hann á aðeins að gilda á Ítalíu. Hitt fellur að hagsmunum okkar að vinna að málinu í náinni samvinnu við Þjóðverja og Frakka,“ sagði hann.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði föstudaginn 6. janúar að Frakkar ættu ekki að bíða eftir að aðrar ESB-þjóðir tækju upp Tobin-skattinn sem svo er nefndur eftir Nóbelsverðlaunahafanum James Tobin. Monti var á sínum tíma nemandi í hagfræði hjá Tobin en segir að áhugi sinn á skattinum eigi ekkert skylt við það.
David Cameron, forsætisráðherra Breta, segist munu standa gegn því að Tobin-skattur verði innleiddur innan ESB enda ógni hann fjármálastarfsemi í City í London, fjármálahverfi borgarinnar.
Sarkozy og Angela Merkel Þýskalandskanslari hittast í Berlín mánudaginn 9. janúar til að leggja á ráðin um næstu skref til að leysa skuldavandann á evru-svæðinu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.