Sunnudagurinn 7. mars 2021

Sarkozy telur mikla spennu ríkja í evru-málum - á mörkuðum eru menn ekki spenntir fyrir síðasta fundi hans með Merkel


9. janúar 2012 klukkan 14:59

„Það er mikil spenna í lofti, mikil spenna,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti eftir fund sinn með Angel Merkel Þýskalandskanslara í Berlín mánudaginn 9. janúar. Mekel taldi þó að viðræður um nýjan evru-samning og mótun texta hans gengi vel. Sarkozy sagði að ritað yrði samninginn 1.mars og yrði hann bindandi fyrir bindandi fyrir öll ESB-ríkin fyrir utan Bretland.

Angela Merkel og Nicolas Sarkozy.

Merkel skýrði einnig frá því að Þjóðverjar og Frakkar væru reiðubúnir að flýta greiðslum í varanlegan björgunarsjóð evrunnar til að hann gæti tekið að sér hugsanlegar neyðargreiðslur síðar á árinu.

Almennt þótti mönnum á mörkuðum eða í bönkum lítið koma til fundarins í Berlín. „Það er lítið fast í hendi,“ sagði Christian Schulz frá Berenberg-banka. Á mörkuðum létu menn eins og fundurinn skipti þá engu.

Evran hefur ekki verið lægra skráð gagnvart dollar í 16 mánuði. Hagtölur hafa verið slæmar og spár um vöxt á evru-svæðinu svartar undanfarna daga, flest bendir til mikils samdráttar og framhalds á skuldakreppunni.

Staða banka gagnvart Seðlabanka Evrópu sýnir að þeir hafa kosið að geyma háar fjárhæðir í seðlabankanum í stað þess að lána hver öðrum á millibankamarkaðnum. Þar hafa viðskipti dregist saman af ótta við að banka skorti bolmagn til að endurgreiða lán.

Fréttir frá Aþenu eru ekki uppörvandi því að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins láta í ljós meiri efasemdir en áður um getu Grikkja til að standa við skuldbindingar sínar. Merkel segir að ekki sé unnt að veita meira opinberu lánsfé til Grikklands nema þar sé tafarlaust gengið til að framkvæma umsamdar sparnaðaraðgerðir. Þegar Merkel var enn og aftur spurð hvort neyða ætti Grikki út af evru-svæðinu svaraði hún: „Markmið okkar er að ekkert ríki yfirgefi evru-svæðið.“

Á fundi með blaðamönnum reyni Merkel að beina umræðunni frá niðurskurði að hagvexti. „Með því að leggja áherslu á trausta fjármálastjórn og vaxtarhvata ætlum við að sýna að fyrir okkur vakir það ekki eitt að við viljum viðhalda evrunni og skapa henni stöðugleika en við viljum einnig sterka, nútímalega og samheppnisfæra Evrópu,“ sagði kanslarinn.

Þau vildi gera lítið úr ágreiningi sín á milli um skatt á fjármagnsfærslur. Merkel sagðist geta séð skattinn fyrir sér á evru-svæðinu og hrósaði Sarkozy fyrir „gott fordæmi“ í málinu eftir að hann sagðist tilbúinn að stíga skrefið einn næðist ekki samkomulag innan ESB í heild.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS