Hér á síðunni hefur verið birt frásögn á EUobsever um fund í Brussel hinn 10. janúar þegar Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirmaður lagasviðs ráðherraráðs ESB, kynnti nýja bók sína um framtíð ESB. Árni Snævarr, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Brussel, var á fundinum og segir frá honum á vefsíðu sinni. Þar segir meðal annars:
„Sá sem þessar línur ritar uppskar lófatak á velsóttum fundinum með því einu að segjast vera frá Íslandi þegar ég bar upp spurningu um hvort tveggja hraða Evrópa væri ávísun á Evrópu “a la carte„ þar sem ríki gætu sneitt hjá réttum sem þau girntust ekki; en íslenska diplómata dreymdi blauta drauma um slíkt.
Nei sagði Piris, undanþágur eru eingöngu tímabundnar. Ósagt skal látið hvort Piris gleymdi undanþágum Dana sem Poul Skytte [sendiherra Dana gagnvart Belgíu] gerði að umtalsefni og hafði allt á hornum sér. „Það er ómögulegt að losna við udanþágur. Það er aldrei rétti tíminn til að losa sig við þær,“ sagði danski diplómatinn sem verið hefur í Brussel í ýmsum störfum; jafnt fyrir Dani sem Evrópusambandið sjálft í tvo áratugi.
Piris sagði hreint út á fundinum í Brussel að bókin væri neyðarkall. Einstök Evrópuríki muni þurfa meir á aðstoð Evrópusambandsins að halda í framtíðinni en nokkru sinni því Evrópuríki standi höllum fæti af ýmsum ástæðum, bæði vegna smæðar sinnar hvort heldur sem er mælt í íbúafjölda, ferkílómetrum eða auðlindum. Færri börn fæðist á meðan langlífi ykist en á sama tíma stæði mannkyn allt frammi fyrir vandamálum sem einstök ríki (allra síst smá) gætu illa staðist snúning: hnattvæðingu (les: uppgangur Kína og Indlands), loftslagsbreytingum, náttúruspjöllum og orkuskorti að ógleymdri efnahags- og fjármálakreppunni.
Athygli vekur í allri þessari umræðu hversu mikil svartsýni ríkir á framtíð Evrópusambandsins og þá einkum og sér í lagi í hve litlum metum leiðtogar þess eru; „pólítískir dvergar“; var viðkvæði frummælenda jafnt sem fundarmanna. Flestir virðast sammála um að evran hafi verið hrákasmíð þar sem menn misstu sjónar á takmarkinu í málamiðlunum og miðjumoði. Ótti við „federalisma“ sé fásinna enda hvarfli slíkt varla að nokkrum manni í Frakklandi sem þó sé sakað um að vera drifkrafturinn í samrunaþróun.
„Stjórnmálamenn í Frakklandi eru í raun sveitamenn og þekkja lítið annað en Signubakka og nærsveitir og eru einstaklega fákunnandi um Evrópumál“, sagði Jean Quatremer [franskur blaðamaður og bloggari]. „Sarkozy vill auðvitað að Frakklandi drottni yfir Evrópu en hvorki hann né landið hefur nokkra burði til þess“.
Niðurstaða Piris og viðmælenda hans er því að líklegasta niðurstaðan sé sú að annað hvort fjari Evrópusambandið út sem öflug pólitísk eining, mynduð verði framvarðasveit Evruríkja og hinum boðið að fylgja í humátt á eftir. Bretar eru þar helstir og eru í þeirri undarlegu stöðu að þurfa að ákveða hvort þeir vilji vera í ytra byrði ESB, eins konar nýju EFTA og hafi þá lítið sem ekkert að segja um ákvarðanir í mikilvægum málum sem þá snerta. Kannast einhver „hlustandi“ á eyju í Norðvestur-Atlantshafi við slíkt áhrifaleysi?“
Fyrirvarar Dana sem á er minnst í frásögn Árna má rekja til ákvarðana sem danskir kjósendur tóku í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir um 20 árum þegar Maastricht-sáttmálinn kom til sögunnar. Þeir lúta að evrunni og samstarfs innan ESB á sviði réttarfarsmála og varnarmála. Dönsk stjórnvöld hafa oft áformað að leita álits þjóðarinnar á því hvort fella mætti þessa fyrirvara niður en aldrei treyst sér til að efna til atkvæðagreiðslu um það.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.