Föstudagurinn 15. janúar 2021

Engin stórröskun á evru-mörkuðum þrátt fyrir lækkun á lánshæfiseinkunn níu evru-ríkja


16. janúar 2012 klukkan 17:37

Staða á fjármálamörkuðum í Evrópu raskaðist ekki mikið mánudaginn 16. janúar, fyrsta dag viðskipta eftir að bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor´s lækkaði lánshæfiseinkunn 9 evru-ríkja föstudaginn 13. janúar.

Hlutabréf í bönkum lækkuðu í veðri á mánudeginum af ótta við að fjármálafyrirtæki sættu næst lækkun af hálfu matsfyrirtækisins. Verð á hlutabréfum annarra evrópskra stórfyrirtækja haggaðist varla. Bent er á að á mörkuðum hafi menn um nokkurn tíma búist við lækkun af hálfu S&P og verð hefðu því þegar tekið mið af henni.

Í tilkynningu frá S&P segir að fyrirtækið muni innan skamms ákveða hvort lækka beri einkunn á EFSF-sjóðnum, björgunarsjóði evrunnar. 440 milljarða evru sjóðurinn haldi aðeins AAA einkunn ef þau evru-ríki sem enn hafi AAA einkunn auki fjárveitingar sínar til hans, þetta eru Þýskaland, Holland, Finnland og Lúxemborg.

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði mánudaginn 16. janúar að ekki yrði um neinar nýjar greiðslur frá Þjóðverjum að ræða til EFSF-sjóðsins. Taldi hann sjóðinn ráða yfir nægu fé til að takast á við verkefni næstu mánaða.

Kai Carstensen, yfirgreinandi hjá Ifo-hagrannsóknarstofnuninni, varaði einnig við því að Þjóðverjar létu meiri fjármuni renna í EFSF.

„Við erum að nálgast þá stöðu að Þjóðverjar geta ekki lagt meira fjárhagslega af mörkum,“ sagði hann í viðtali við Handelsblatt. Andreas Dombret, einn stjórnenda þýska seðlabankans, sagði sama blaði það væri ekki hundrað í hættunni þótt EFSF tapaði AAA-einkuninni og yki með því lántökukostnað sinn. „Lántökuríkin bera lántökukostnaðinn, hækkun hans eykur vilja þeirra til að geta að nýju átt viðskipti á venjulegum mörkuðum,“ sagði Dombret.

Hvað sem þessu líður telja sérfræðingar að lækkun á lánshæfiseinkunnum muni auka erfiðleika evru-ríkja til að endurfjármagna sig. Þriðjudaginn 17. janúar munu Spánverjar selja ríkisskuldabréf til skamms tíma fyrir 6 milljarða evra og til langs tíma fyrir 3 til 4 milljarða evra. Fimmtudaginn 19. janúar bjóða Frakkar síðan bréf til sölu fyrir 8 milljarða evra.

Bandaríska matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti mánudaginn 16. janúar AAA-einkunn fyrir Frakkland en sagðist kanna hvort halda ætti í þá skoðun að horfur þar væru „stöðugar“.

Heimild: Deutsche Welle

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS