Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að nú sé hvorki rétti tíminn til að viðurkenna Palestínuríki né færa ríkið ofar í virðingarröð innan Sameinuðu þjóðanna. Ummælin lét Bildt falla í byrjun vikunnar eftir að Miðflokkurinn sænski kynnti kúvendingu sína gagnvart viðurkenningu.
„Auðvitað vildum við [viðurkenna] en höfuðmarkmiðið núna er að hvetja deiluaðila til að ræða sín á milli. Við styðjum það,“ sagði Bildt á blaðamannafundi mánudaginn 16. janúar með Erkki Tuomija, utanríkisráðherra Finnlands. Ráðherrarnir sögðu báðir að ESB hefði hvatt Palestínumenn og Mahmoud Abbas, forseta þeirra, til að láta hjá líða að sækja um aðild að Sameinuðu þjóðunum.
Abbas fór ekki að þeim ráðum og nú er aðildarumsóknin til meðferðar hjá öryggisráði SÞ.
„Þetta gerir hann ekki að okkar ráðum. Við vitum ekki hvernig eða hvenær málið verður afgreitt í öryggisráðinu,“ sagði Bildt.
„Við báðir og í raun allir innan ESB lögðu til við þá að fara ekki með málið í öryggisráðið. Við töldum að það yrði til einskis og það reynist rétt,“ sagði Tuomija.
Bildt segir að ekki sé unnt að koma á friði án friðarviðræðna og ekkert Palestínuríki verði til fyrr en hernáminu ljúki. Óvíst er hvenær sænska stjórnin tekur afstöðuna til Palestínu til umræðu að nýju. Bildt segir að það sé ekki tímabært fyrr en unnt sé að benda á ríki Palestínu sem unnt sé að viðurkenna. Hann sagðist vona að það yrði fljótt.
Bildt sagði einnig að til að Svíar geti viðurkennt eitthvert ríki verði þetta ríki að fullnægja ýmsum grundvallarkröfum. Palestínuríki geri það einfaldlega ekki núna. Miðflokkurinn segir að ekki sé unnt að gera meiri kröfur til Palestínu sem ríkis miðað við átökin á svæðinu þess vegna beri að viðurkenna hana sem ríki.
Hatrammar deilur eru innan Palestínu og Mahmoud Abbas forseti vogar sér ekki að fara af Vesturbakkanum yfir til Gaza, sem er hluti Palestínu, af ótta um eigið öryggi vegna ógnana Hizbollah-skæruliða í hans garð.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.