„Þetta hefur vissulega verið mjög erfið vegferð. Ég dreg ekkert úr því. Það hefur reynt mjög á okkur og við neyddumst til að ganga lengra í málamiðlun á þessu sviði en ég hafði reiknað með, það viðurkenni ég fúslega,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í viðtali við Bændablaðið 19. janúar 2012 þegar hann er spurður hvort hann hafi svikið kosningaloforð með því að sækja um aðild að ESB. Hann segir að í því ljósi beri að skoða loforð hans fyrir kosningarnar 25. apríl 2009. „Ég reiknaði ekki með því að þetta yrði svona hart sótt en það var einfaldlega niðurstaðan að grundvöllurinn fyrir því að af þessari ríkisstjórn gæti orðið var einhvers konar lending í þessu máli á þeim nótum sem varð.“
Steingrímur J. segir sér til afsökunar, að stjórnarmyndunin hafi síðan verið samþykkt af stofnunum Vinstri grænna (VG) og fengið margítrekaðan stuðning síðan. „Hefur áframhaldandi þátttaka í þessari ríkisstjórn verið samþykkt, oft einróma eða með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og forystan hvött til að halda verkinu áfram,“ segir Steingrímur J. Hann telur sig því hafa skýrt og óumdeilt umboð til að standa að málum á þann veg sem hann hafi gert. Þessi ESB-leiðangur sé þeim ekki að skapi.
„Enn sem komið er hef ég ekki talið það skynsamlegt að við hverfum frá því ferli sem við erum stödd í núna,“ segir Steingrímur J. og vill fá efnislega niðurstöðu í viðræðunum við ESB. „Slíka niðurstöðu fengjum við ekki með því að hætta núna,“ að hans sögn. Hana mætti fá með því að slíta viðræðunum vegna ágreinings eða með því leiða þær til lykta með samningi. Enn hafi því miður ekki reynt á þá málaflokka sem mestu máli skipti.
Í samtalinu kemur fram að Steingrímur J. sé enn þeirrar skoðunar að „það þjóni ekki okkar heildarhagsmunum að ganga inn í Evrópusambandið“. Hann hafi frekar styrkst í þeirri afstöðu og líklega fleiri gert „miðað við erfiðleikana hjá sambandinu og ýmislegt sem er að koma í ljós um innri veikleika þess samstarfs“. Þá segist Steingrímur J. standa vörð um krónuna, meiri kostir séu við hana en gallar. Náist samningar milli Íslands og ESB segist Steingrímur J. muni beita sér gegn samþykkt þeirra.
Hann segist ekki vita betur en þeir Jón Bjarnason séu „sammála í grundvallarafstöðunni til Evrópusambandsins“ því skipti ekki máli hvor þeirra sitji í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.