Fjöldi bankagjaldþrota í Danmörku hefur þegar skipað landinu í fyrsta sæti með Íslandi þegar litið er til þess sem gerst hefur síðan á árinu 2008.
Verði enn einn danskur banki gjaldþrota nær Danmörk fyrsta sætinu af Íslandi í „keppninni“ um flest gjaldþrot banka á Norðurlöndunum. Með einu bankagjaldþroti í viðbót munu alls 11 bankar hafa farið á hausinn síðan bankakreppan hófst. Þetta kemur fram í úttekt í Ugebrevet A4 sem unnin hefur verið eftir fyrirspurnir til fjármálaeftirlita á Norðurlöndunum.
Sé litið fram hjá bankahruninu á Íslandi eru bankagjaldþrot í Danmörku í hróplegri andstöðu við það sem gerst hefur í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en samtals hefur aðeins einn banki orðið gjaldþrota í löndunum.
Jesper Ragnvid, prófessor við Copenhagen Business School, bendir á hve illa Danir standi að vígi gagnvart nágrönnum sínum á Norðurlöndum þegar litið sé til bankagjaldþrota.
„Oft er sagt að kreppan sé vegna ytri aðstæðna. Við verðum hins vegar jafnframt að játa að danskir bankar þola kreppuna mun verr en bankar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi þótt þeir hafi orðið fyrir sama alþjóðlega höggi. Eigi að benda á eitthvert eitt atriði hlýtur það að vera húsnæðisbólan og gífurleg aukning útlána í tengslum við hana sem einkenndi danska banka fram á árið 2007,“ segir prófessorinn.
Jesper Rangvid segir þó ekki unnt að bera stöðuna í Danmörku saman við það sem gerðist í íslenska bankakerfinu sem hafi orðið tíu sinnum stærra en þjóðaframleiðsla Íslendinga.
Niels Storm Stenbæk, aðalhagfræðingur fjármálaeftirlitsins, viðurkennir að fram að fjármálakreppunni hafi bankarnir gengið of langt í lánveitingum sínum.
„Vilji menn vera vitrir eftirá er auðvelt að benda á að of mikið fé hafi verið lánað – einkum til fyrirtækja sem hefðu ekki átt að fá lán. Það er líklega af því að vextir voru svo lágir og þess vegna var meiri ásókn í fjármögnun frá bönkum en ella hefði verið,“ segir hann.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.