Tyrkir bregðast reiðir við nýjum frönskum lögum sem gera refsivert að neita því að framið hafi verið þjóðarmorð á Armenum á árunum 1915 til 1916 að tilstuðlan Tyrkja á tímum Ottóman-veldisins. Öldungadeild franska þingsins samþykkti lagafrumvarp um þetta mánudaginn 22. janúar (127 með, 86 á móti).
Tyrknesk stjórnvöld hafna því að um „þjóðarmorð“ hafi verið að ræða, segja Frakka koma fram af ábyrgðarleysi og hóta skjótum gagnaðgerðum. Verjendur hinna nýju laga segja þau ekki beinast sérstaklega að Tyrkjum heldur öllu sem kenna megi við þjóðarmorð.
Armenar segja að allt að 1,5 milljón manna hafi týnt lífi í ofsóknum við upplausn Ottóman-veldisins. Tyrkir segja töluna alltof háa.
„Frakkar hafa opnað svarta blaðsíðu í sögu sinni,“ sagði Volkan Bozkir, formaður utanríkismálanefndar tyrkneska þingsins, á Twitter eftir samþykkt öldungadeildarinnar. Tahsin Burcuoglu, sendiherra Tyrklands í Frakklandi, sagði að nýju lögin kynnu að leiða til „algjörra slita“ á stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja.
Tyrkneska ríkisstjórnin segir að láta eigi sagnfræðingum eftir að fella dóma um það sem gerðist í austurhluta Tyrklands 1915-16 og nýju, frönsku lögin takmarki málfrelsi.
Frönsk stjórnvöld hafa þegar kennt framgöngu Tyrkja við þjóðarmorð. Þeir sem hafna þeirri skoðun eiga fangelsi og 45.000 evru sekt yfir höfði sér.
Armenar segja ákvörðun franska þingsins „sögulega“. „Þessi dagur verður skráður gullnu letri ekki aðeins í vináttusögu Armena og Frakka heldur einnig í sögu mannréttinda,“ sagði Edward Nalbandian, utanríkisráðherra Armeníu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.