Af hálfu ESB-þingsins verður haldið áfram að greiða þúsundir evra í reiðufé til hópa sem heimsækja þingið í Strassborg eða Brussel þótt endurskoðendur geri alvarlegar athugasemdir við þetta háttalag.
Klaus Welle, skrifstofustjóri þingsins, sagði fjármálalegri eftirlitsnefnd þingsins þriðjudaginn 24. janúar að áfram yrði lagt fram reiðufé til að standa undir kostnaði þeirra sem þiggja boðsferðir á vegum þingsins. Á árinu 2011 bentu ytri endurskoðendur þingsins á að árið áður (2010) hefðu að meðaltali verið greiddar 13.000 evrur (2,1 m ISK) í reiðufé til hvers hóps gesta.
Welle sagði að ákveðið hefði verið að hafa þennan hátt á frekar en láta gesti senda kröfu eftir heimsóknina til þingsins til að fá kostnaðinn endurgreiddan inn á bankareikning. Athugasemdir endurskoðendanna hefðu verið hafðar að engu til að auðvelda framkvæmd greiðslanna.
Endurskoðendurnir (European Court of Auditors, ECA) bentu á að enginn leið væri að átta sig á því um hvort kostnaður væri ofgreiddur úr því að ekki væri beðið um neina staðfestingu á „raunverulegum ferðakostnaði“. Með því að láta fararstjóra hafa fúlgu fjár í stað þess að millifæra í banka væri komið í veg fyrir að unnt sé að stunda innra eftirlit með þessum greiðslum. Endurskoðendurnir komust að því að upphæðir sem námu 55.236 evrum (8,9 m ISK) voru greiddar fararstjórum í fjórum af sex tilvikum sem endurskoðendur kynntu sér.
Greiddar eru 40 evrur (6500 ISK) á mann fyrir mat og 60 evrur (9700 ISK) fyrir gistingu ekki er greiddur ferðakostnaður ef um skemmri vegalengd en 200 km er að ræða.
Innan ESB-þingsins hafa þingmenn mótmælt því að greitt sé reiðufé í stað þess að millifæra á bankareikning. Forsætisnefnd þingsins hefur haft slíkar mótbárur að engu.
Heimild: European Voice
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.