Laugardagurinn 14. desember 2019

Papademos segir Grikki stefna að samningum um skuldamál sín í lok vikunnar - nú spáð gjaldþroti í mars verði ekki samið


31. janúar 2012 klukkan 10:33

José Manuel Barroso, Jean-Claude Juncker og Lucas Papademos í Brussel 30. janúar 2012.

Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikkja, stefnir að því að ná samkomulagi við lánardrottna Grikklands og ESB „í lok vikunnar“. Ráðherrann sagði þetta þriðjudaginn 31. janúar eftir að hafa setið sérstakan fund um skuldavanda Grikkja að loknum leiðtogafundi evru-ríkjanna mánudaginn 30. janúar. Um margra mánaða skeið hefur verið gefið til kynna að hver dagur væri hinn síðasti fyrir Grikki til að semja um skuldir sínar annars yrðu þeir gjaldþrota. Nú er sagt að til þess komi í mars verði ekki samið.

Papademos sagði blaðamönnum að hann hefði „tekið þátt í ítarlegum viðræðum“ við „evrópska vini“ sína um viðræður grískra yfirvalda við einkabanka og fjármálastofnanir og um þær aðgerðir sem grípa yrði til í Grikklandi til að fá 130 milljarða evru lánafyrirgreiðslu frá ESB sem neitað er að leysa úr læðingi vegna þess hve illa grísk stjórnvöld standa að sínum eigin málum og að því að fullægja skilyrðum ESB-ríkisstjórna, einkum Þjóðverja.

Á vefsíðunni EUobserver segir 31. janúar að Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, formaður ráðherraráðs evru-ríkjanna, og Jörg Asmussen frá Seðlabanka Evrópu hafi lagt hart að Papademos og hvatt hann til að grípa til þeirra aðhaldsaðgerða sem dygðu til að til útgreiðslu ESB-lánsins kæmi.

Papademos sagði að efnt hefði verið til þessa sérstaka fundar vegna þess að leiðtogarnir 27 hafi ekki rætt skuldamál Grikkja í smáatriðum, önnur mikilvæg mál hefðu verið á dagskránni.

Papademos, forsætisráðherra síðan í nóvember, hefur ekki umboð kjósenda sem forsætisráðherra en boðað hefur verið til þingskosninga í Grikklandi í apríl. Fram til þess tíma er talið erfitt að knýja stjórnmálaforingja til að herða enn ólina að gríska ríkissjóðnum. Leiðtogar ESB-ríkja hafa krafist „skriflegra skuldbindinga“ frá forystumönnum allra grísku stjórnmálaflokkanna um að umbótum verði fram haldið eftir kosningar. Papademos segist hafa fengið fullvissu frá öllum stjórnmálaflokkum um að þeir muni styðja „alla áætlunina“.

Fyrir helgi lak tillaga frá Þjóðverjum í fjölmiðla um að Grikkjum yrði skipaður tilsjónarmaður eða kommissar af hálfu ESB sem ætti síðasta orðið um ríkisfjármál þeirra. Papademos segir að þessi tillaga hafi ekki verið rædd á fundum hans í Brussel. Grikkir snerust harkalega gegn henni og hún nýtur ekki stuðnings Nicolas Sarkozys Frakklandsforseta auk þess sem fleiri áhrifamenn meðal leiðtoga ESB hafa lýst sig andvíga henni.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS