Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Grikkland: Efnislegt samkomulag virðist í höfn-Fundur flokksleiðtoga í dag-Eftirgjöf Seðlabanka Evrópu lykilatriði


8. febrúar 2012 klukkan 09:14

Reuters fréttastofan, Daily Telegraph og Guardian virðast sammála um að efnislegt samkomulag á milli Grikkja og þríeykisins, ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu, sé nánast í höfn en fundur er fyrirhugaður um eða upp úr hádegi í dag milli Papademos, forsætisráðherra og leiðtoga flokkanna þriggja, sem standa að ríkisstjórn hans. Reuters telur að á fundinum muni flokksleiðtogarnir geta valið á milli ákveðinna kosta. Guardian segir að Papademos hafi látið taka saman nákvæma útlistun á því hvað það mundi þýða færi Grikkland í gjaldþrot.

Wall Street Journal segir að það sé lykilatriði í að samkomulag sé að nást að Seðlabanki Evrópu hafi fallizt á að afskrifa að hluta til eign sína í grískum ríkisskuldabréfum, sem geti munað um 11 milljörðum evra í heildarskuldum Grikkja.

Svo virðist sem helztu forráðamenn Evrópusambandsins séu búnir að gera upp hug sinn um það að fari Grikkland í greiðslufall og yfirgefi evrusvæðið geti þeir takmarkað tjónið, sem af því hljótist. Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup (sem samdi skýrslu um stöðu íslenzku bankanna fyrir Landsbanka Íslands fyrir hrun) segir að það séu helmingslíkur á að Grikkland fari í gjaldþrot og afleiðingar þess yrðu ekki jafn alvalegar og hann taldi fyrir nokkrum misserum.

Skoðanakönnun, sem gríska dagblaðið Khatimerini hefur látið gera á fylgi flokkanna í Grikklandi sýnir, að PASOK (flokkur Papandreous) hefur fallið ú 44% í kosingunum 2009 í 8% nú. Hins vegar hefur fylgi Lýðræðislega vinstri flokksins, sem neitaði að taka þátt í ríkisstjórninni aukizt í 18%. Nýi lýðræðisflokkurinn (flokkur Samaras) er með um 31% fylgi, Kommúnistaflokkurinn með 12,5% og SYRIZA með 12%. LAOS, hægri flokkur, sem á aðild aðríkisstjórn er með 5% fylgi. Ekathimerini bendr á að samanlagt hafi vinstri flokkarnir 42,5% fylgi en það segi ekki alla söguna því að Kommúnistaflokkurinn hefur aftekið samstarf við aðra vinstri flokka.

Gert er ráð fyrir að Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra, kynni niðurstöður samkomulags fyrir starfsbræðum sínum frá öðrum evruríkjum á morgun, fimmtudag.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS