Tillögur ESB-þingmanna varðandi aðildarviðræðurnar við Ísland lúta að því að viðræðunum verði hætt, ríkisstjórnin sameinist um eina stefnu í viðræðunum, stjórnarandstaðan haldi sér á mottunni og útlendingar fái að njóta sín á sviði orkumála, flugmála og í sjávarútvegi.
Utanríkismálanefnd ESB-þingsins fjallar nú um aðildarviðræðurnar við Íslendinga en undirnefnd undir formennsku Cristians Dan Preda, þingmanns frá Rúmeníu í þingflokki EPP (mið-hægri, fjölmennasti þingflokkurinn), leggur tillögu að ályktun fyrir nefndina. Drög tillögunnar með breytingartillögum hafa verið birtar á vefsíðu ESB-þingsins. Þar má meðal annars sjá að Barry Madlener, þingmaður Frelsisflokksins í Hollandi, vill að samþykkt verði að viðræðum við Íslendinga verði tafarlaust hætt.
Laima Liucija Andrikien, EPP-þingmaður frá Litháen, leggur til að í ályktuninni verði lýst áhyggjum vegna pólitísks ágreinings í ríkisstjórn Íslands um ESB-aðildina og bent verði á að með því að nota aðildarviðræðurnar sem tæki í stjórnmálabaráttu innan lands veiki stjórnarandstaðan stöðu Íslands í ESB-aðildarviðræðunum fyrir utan að grafa undan nauðsynlegum stuðningi við ríkisstjórnina á þingi og knýja hana til afsagnar. Þá verði hvatt til þess að íslenska ríkisstjórnin móti heildstæða stefnu um aðild að ESB á ýmsum sviðum og einkum þeirra sem falli ekki undir EES-samningin
Andrikien leggur einnig til að ESB-þingið fagni því að verulegur hluti Íslendinga styðji framhald aðildarviðræðnanna og lýsi jafnframt ánægju yfir stuðningi ríkisstjórnarinnar við upplýsta og hófsama umræðu um aðildarferlið og þátttöku íslensks almennings í almennum umræðum um ESB-aðild auk þess sem ESB leggi Íslendingum það lið sem það má.
Í ályktuninni er minnt á bann við hvalveiðum í lögum ESB, breytingartillaga gengur út á að þetta bann verði virt afdráttarlaust en ekki látið í veðri vaka að ræða megi málið. Þá er hvatt til þess að íslensk stjórnvöld dragi úr verulegum ríkisafskiptum af bankastarfsemi og dragi úr vörn gegn erlendri samkeppni í greinum eins og orkusölu, flugrekstri og sjávarútvegi.
Tillögur þessa má lesa á vefsíðu utanríkismálanefndar ESB-þingsins en tillagan um Ísland var lögð fram með breytingartillögum hinn 19. janúar 2012.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.