Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Eva Joly reynir að blása lífi í kosningabaráttu sína - sakar Sarkozy um spillingu


12. febrúar 2012 klukkan 13:27

Eva Joly, forsetaframbjóðandi græningja og umhverfissinna í Frakklandi, reyndi að blása lífi í kosningabaráttu sína laugardaginn 11. febrúar á fundi með stuðningsmönnum sínum í bænum Roubaix í Norður-Frakklandi þar sem hún gerði harða hríð að Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og sakaði hann um spillingu.

Fjöldi frammámanna úr hópi umhverfissinna flutti lofræður um Evu Joly áður en hún sté í ræðustólinn undir taktföstum hvatningarhrópum. „Sarkozy hefur sem forseti notað langan tíma af kjörtímabilinu til að færa ríkum vinum sínum gjafir,“ sagði Joly.

Eva Joly

Þá ræddi Joly einnig um náin tengsl Sarkozys við Omar Bongo, hann er nú látinn er var forseti Afríkuríkisins Gabon. „Bongo fjármagnaði kosningabaráttu Sarkozys árið 2007,“ sagði hún.

Rúmum tveimur mánuðum fyrir fyrri umferð forsetakosninganna (22. apríl) mælist Eva Joly með 2 til 3% fylgi. Það er helmingi minni stuðningur en 7% sem hún hefur sett sér að ná.

Denis Baupin, varaformaður flokks umhverfissinna í París og áhrifamaður innan flokksins, segist aðeins hafa eitt ráð til að auka fylgið í kosningunum. „Þá 70 daga sem enn eru til kjördags verðum að nota til að sannfæra fólk um að heilbrigt efnahagslíf eigi samleið með góðri umhverfisstefnu,“ segir hann við norsku fréttastofuna NTB.

Baupin segir að athygli fjölmiðla beinist meira að persónu Evu Joly en þeim stefnumálum sem hún kynnir. Frönskum kjósendum finnst Joly óheiðarleg og leiðinleg. Flokkurinn að baki henni er svo lítill að stefnumál hans vekja engan áhuga.

Boðskapur Joly á 1500 manna fundinum í Roubaix var meðal annars sá að leggja bæri hærri skatta á fjármagnstekjur en lækka skatta á almenning. Hún endurók andstöðu sína við kjarnorkuver.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS