Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Ný skýrsla um fiskveiðar: Ofveiði kostar ESB 3,2 milljarða evra og 100.000 störf


12. febrúar 2012 klukkan 18:37

Ofveiði kostar ESB 3,2 milljarða evra á ári og 100.000 störf segir í nýrri skýrslu, Lost at Sea, frá New Economics Foundation, breskri rannsóknarstofnun. Þar kemur einnig fram að unnt yrði að fullnægja þriðjungi af fiskneyslu Breta ef fiskstofnum yrði leyft að dafna.

„Ofveiði er slæm fyrir efnahagslífið,“ sagði Rupert Crilly, einn af höfundum skýrslunnar, en hann stundar rannsóknir á sviði umhverfishagfræði undir merkjum verkefnisins Ocean2012. „Sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna þurrka út milljónir punda og þúsundir starfa ár hvert með því að leyfa ofveiði að þrífast.“

Í skýrslunni segir að með því að styrkja 43 af fiskstofnum við strendur Evrópu á þann veg að að þeir gefi eins mikið af sér ár hvert eins og sjálfbærni þeirra leyfi muni 3,5 milljónir tonna bætast við á fiskmörkuðum sem dygði til að svara eftirspurn um það bil 160 milljónum ESB-íbúa á einu ári. Þá segir í skýrslunni: „Ofveiði er sá eyðandi þáttur sem skaðar sjávarlífríkið mest.“

Ofveiðin hafi leitt til þess að fiskveiðar og vinnsla standi illa efnahagslega og fjari undan lífi í strandbæjum. Í stað þess að styrkja fiskstofna verði útgerðarmenn að óska eftir háum styrkjum frá skattgreiðendum. Þetta sé vonlaus barátta. Sé litið til 43 fiskstofna sé kostnaður við ofveiði fimm sinnum hætti en styrkir ESB.

Í skýrslunni segir að í tillögum um endurskoðaða sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB sé ekki tekið á þessum vanda af nógu mikilli festu. „Stjórnmálamenn hafa vald til að endurreisa fiskstofna og við núverandi aðstæður í efnahagsmálum er meira í húfi en nokkru sinni fyrr,“ segir Crilly við BBC.

Fyrir nokkrum dögum kynnti Karl Bretaprins skýrslu, Fisheries in Transition, frá hugveitu hans, International Sustainability Unit (ISU), og fjallar um leiðir til að gera fiskveiðar um heim allan sjálfbæran.

Þar kemur fram að skynsamleg stjórn á veiðum leiði til þess að tekjur sjómanna aukist með minni sókn og fiskstofnum sé veitt vörn gegn ofveiði. Kristján Þórarinsson hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) kom að gerð þessarar skýrslu.

Hinn 10. febrúar birti vefritið PLoS One niðurstöðu könnunar undir heitinu To Fish or Not to Fish þar sem fram kemur að helmingur sjómanna í þróunarlöndum vill ekki hverfa frá fiskveiðum þrátt fyrir minnkandi afla. Könnun var gerð meðal nærri 600 sjómanna í Afríku og Asíu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS