Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Össur Skarphéðinsson: Misskilningur að utanríkis­ráðuneytið hafi óskað eftir því að stækkunar­deild ESB opnaði hér Evrópu­stofu


13. febrúar 2012 klukkan 16:40
evropustofa.is
Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra tekur mynd af Timo Summa, sendiherra ESB, og Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastýru Evrópustofu, þegar stofan var opnuð að Suðurgötu 10 hinn 21. janúar 2012.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fullyrðir í skriflegu svari til Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns að það sé misskilningur að utanríkisráðuneytið hafi samið við stækkunardeild Evrópusambandsins um að opna hér Evrópustofu sem tók til starfa í Suðurgötu 10 í Reykjavík í janúar sl. Fram hefur komið hér á síðunni að Media Consulta í Berlín sem er verktaki stækkunardeildarinnar við rekstur stofunnar líti þannig á að til starfseminnar sé stofnað að ósk íslenskra stjórnvalda til stækkunardeildarinnar.

Í svari utanríkisráðherra til Vigdísar gætir nokkurs þótta eða yfirlætis þegar svarað er spurningu hennar um tilvist Evrópustofu. Ráðherrann segir:

„Fyrirspurnin byggist á misskilningi sem raunar hefði mátt uppræta með því að leita til Evrópustofu. Rangt er að ráðuneytið hafi samið við einn eða neinn um Evrópustofu. Slíkri ósk var aldrei, formlega eða óformlega, komið á framfæri við Evrópusambandið. Hér er því rangur hattur settur á ráðuneytið, líkt og þegar Jón Hreggviðsson setti upp hatt böðulsins í Galtarholti forðum. Allt frumkvæði að Evrópustofu kom frá Brussel, eins og ýmislegt gott sem eflt hefur hag Íslands.“

Vigdís spyr utanríkisráðherra að því hvort tilgangurinn með því að opna Evrópustofu sé að vinna að aðild að Evrópusambandinu og fær hún þetta svar:

„Fullyrðingin sem felst í spurningunni er á misskilningi byggð. Til skýringar má nefna að Evrópusambandið starfrækir upplýsingaskrifstofur eða sendiskrifstofur með upplýsingahlutverk í samtals 130 löndum. Sum þeirra eru landfræðilega víðs fjarri Evrópu. Í tilviki Íslands kemur tilgangurinn með Evrópustofu fram í útboði sambandsins þar sem hlutverk Evrópustofu er skilgreint með svofelldum hætti: “Að aðstoða Evrópusambandið við að auka þekkingu og skilning á Evrópusambandinu á Íslandi og til að varpa ljósi á tengsl Íslands og ESB, samningaferlið sjálft og mögulegar afleiðingar aðildar fyrir Íslendinga. Slíkt feli í sér að hvetja til samræðna um allt ofantalið, koma í veg fyrir misskilning og rangfærslur um Evrópusambandið og byggja þannig upp raunhæfar væntingar borgara og þekkingu til að komast að eigin niðurstöðu„.

Þá spyr Vigdís Hauksdóttir utanríkisráðherra að því hvar annars staðar í ríki sem óskað hefur eftir ESB-aðild hafi verið opnuð sambærileg skrifstofa. Svarið er ónákvæmt og ber með sér að ekki hefur verið leitað neinna upplýsinga um efni þess. Þar segir:

„Víðsvegar. Gildir það jafnt um sérhvert umsóknarríki, sömuleiðis möguleg umsóknarríki og raunar öll þau ríki sem veitt er einhvers konar liðsinni frá Evrópusambandinu. Spurningin er einnig dæmigerð fyrir þá tegund upplýsinga sem hægt er að sækja til Evrópustofu sjálfrar.“

Að lokum spyr Vigdís um fjármuni til rekstursins og fjölda stöðugilda við Evrópustofu og svörin eru þessi:

“Samkvæmt útboði Evrópusambandsins er gert ráð fyrir að reksturinn kosti 700.000 evrur fyrsta árið, um 113 millj. kr., en að gildi samningsins verði að hámarki 1.400.000 evrur eða sem nemur um 226 millj. kr. miðað við núverandi gengi.

Gleðiefni er að við Evrópustofu hafa þegar skapast störf fyrir fimm starfsmenn. Þrír eru í fullu starfi og tveir í hlutastarfi. Starfsmennirnir eru íslenskir og greiða fulla skatta til íslenska ríkisins.„

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS