Tugir þúsunda mótmælenda létu að sér kveða á götum og torgum víða um Evrópu laugardaginn 11. febrúar gegn alþjóðasamningnum gegn eftirgerð, Anti-Counterfeiting Trade Agreement (ACTA), sem á að sporna við hvers kyns stuldi á hugverkum og höfundarrétti en margir óttast að takamarki frelsi til að hala niður myndir og tónlist án greiðslu og hvetji til opinbers eftirlits í netheimum.
Andstaðan við ACTA er sérstaklega mikil í Austur-Evrópu þar sem ókeypis niðurhal á kvikmyndum og tónlist nýtur vinsælda og mótmælendur telja að í hinum nýju reglum felist afturhvarf til eftirlits í ætt við það sem ríkisstjórnir kommúnista notuðu.
Átta ríki, þar á meðal Japan og Bandaríkin, skrifuðu í október undir samning til að hefta þjófnað að höfundarrétti og vörumerkjum. Undirskriftinni var fagnað sem skrefi í þá átt að ACTA kæmist í framkvæmd. Viðræður um gerð samningsins hafa staðið í nokkur ár. Til þessa hafa aðeins fá ríki ritað undir samninginn eða staðfest hann.
Þýska ríkisstjórnin ákvað föstudaginn 10. febrúar að fresta undirritun af sinni hálfu. Álitsgjafar í þýskum fjölmiðlum sögðu að það hefði verið rangt að vinna að gerð samningsins með leynd og án þess að kynna málið fyrir netverjum. Þeir benda hins vegar jafnframt á nauðsyn þess að vernda höfundarrétt og samningurinn sé ekki eins slæmur og af sé látið.
Í hinu vinstrisinnaða þýska blaði Die Tageszeitung segir mánudaginn 13. febrúar:
„Hin miklu mótmæli um helgina eru sterkt merki fá net-kynslóðinni sem ekki nýtur nægilegrar pólitískrar viðurkenningar en ver sig af hörku gegn frelsisskerðingu í netheimum. ACTA er ekki eins og hver annar gamall viðskiptasamningur. Með samningnum verður til lagaleg umgjörð til að hefta rétt borgaranna í því skyni að tryggja langtíma hagnað í þágu úrelts einokunariðnaðar rétthafa.
Með stuðningi þessara sam-evrópsku samstöðu ætti Sabine Leutheusser-Schnarrenberger dósmálaráðherra [Þýskalands] að gera alvarlega tilraun til að stöðva ACTA strax. Alþjóðlegar leyniviðræður um arftaka ACTA eru þegar hafnar: Trans-Pacific Partnership (TPP) er einn af ljótum tvíburum sem nú er á undirbúningsstigi milli Bandaríkjanna og níu Kyrrahafsríkja. Drög af TTP sem hefur verið lekið líta út eins og „matseðill“ fyrir rétthafaiðnaðinn. Þar er gengið lengra við að skerða frelsi netnotenda og netþjóna en ætlunin var með ACTA en var hafnað við gerð samningsins. TPP kann að breytast í fordæmi fyrir „ACTA-plús““.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.