Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Steingrímur J. skilur ekki að utanríkis­mála­nefnd ESB-þingsins fagni sér - segir Sigmundi Davíð að þegja


13. febrúar 2012 klukkan 19:52
ESB
Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, og Steingrímur J. Sigfússon í Brussel 25. janúar 2012.

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, missti stjórn á sér í ræðustól alþingis mánudaginn 13. febrúar þegar hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, um hrifningu í ályktun utanríkismálanefndar ESB-þingsins vegna þess að Steingrímur J. hefur tekið við ráðherraembætti af Jóni Bjarnasyni. Steingrímur sagði: „Æ, þegiðu“ við Sigmund Davíð í lok fyrirspurnatímans

Steingrímur J. sagði að „óskaplega ómerkilegur“ fiskur lægi undir steini í spurningu Sigmundar Davíðs. Fyrir formanni Framsóknarflokksins vekti að Steingrímur J. mundi gefa í skyn að hann mundi „leka niður og ekki standa á hagsmunum Íslands, hvort sem það [væri] í sambandi við makríl eða aðrar viðræður við Evrópusambandið“.

Í fyrirspurn sinni benti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á að í ályktun utanríkismálanefndar Evrópusambandsins um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB væri lýst mikilli ánægju með brotthvarf Jóns Bjarnasonar úr ráðherrastóli og fögnuði yfir því að nú væri „allsherjarráðherra“ Steingrímur J. Sigfússon kominn í hans stað. Þá spurði Sigmundur Davíð:

„Hvaða ástæðu hefur Evrópusambandið til að fagna sérstaklega þessum ráðherraskiptum? Á hvaða hátt verður hæstv. ráðherra Steingrímur J. Sigfússon þægilegri í samskiptum og viðræðum við Evrópusambandið?“

Jafnframt spurði Sigmundur Davíð út í þau orð í ályktun utanríkismálanefndar ESB þar sem ríkisstjórnin væri hvött til að mynda sér sameiginlega stefnu gagnvart Evrópusambandinu og Evrópusambandsaðild. Hvert væri viðhorf Steingríms J. til þess, hvort VG mundi fallast á stefnu Samfylkingarinnar og þar með fara að óskum utanríkismálanefndar ESB-þingsins.

Steingrímur J. sagðist ekki átta sig á því hvað ylli „þessari kæti þessarar nefndar úti í Evrópu“. Þeir Jón væru sammála í grundvallarafstöðu sinni til Evrópusambandsins sem væri stefna VG að það þjónaði „ekki heildarhagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið“. Steingrímur J. taldi hugsanlega ástæðu ályktunar utanríkismálanefndar ESB að „ástandið [væri] svo dapurlegt í Evrópu að menn [gripu] hvert hálmstrá sem þeir [finndu] til að reyna að gera sér upp einhverja kæti þótt af litlu tilefni [væri]“.

Sigmundur Davíð spurði Steingrím J. einnig hvort hann mundi standa vörð um makrílveiðar Íslendinga að sama marki og fyrirrennari hans hefði gert. Hvort hann mundi færa víglínuna í þeim viðræðum eitthvað.

Steingrímur J. sagði að ekki stæði annað til varðandi makrílin en „að standa fast á hagsmunum Íslands í því máli“. Hann væri „mætavel upplýstur um það hversu stórt og mikilvægt hagsmunamál“ þar væri á ferðinni fyrir Ísland og það væri „ótvíræður réttur okkar sem strandríkis að standa fast á því að við eigum eðlilegt tilkall til hlutdeildar í þeim stofni sem er farinn að dvelja hér innan lögsögunnar stóran hluta ársins ef ekki það allt“.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS