Fréttastofur Reuters og BBC eru sammála um að neyðarlánið til Grikkja verði samþykkt á fund fjármálaráðherra evruríkjanna í dag en efasemdir hafa verið um það síðustu daga vegna athugasemda Þjóðverja og fleiri evruríkja. Reuters bendir á að þar með sé efnahagsvandi Grikkja ekki leystur, það taki áratug, en hins vegar sé vandinn kominn í skipulagðari farveg.
Þúsundir mótmæltu í miðborg Aþenu í gær og óeirðalögregla var á ferð.
Francois Baroin, fjármálaráðherra Frakklands hefur lýst yfir stuðningi við lánveitinguna til Grikkja og Timothy Geithner hefur hvatt AGS til að hjálpa til.
Daily Telegraph segir að Þjóðverjar hafi verið píndir til að fallast á neyðarlánið og að veruleg andstaða sé innan stjórnarflokkanna í Þýzkalandi gegn því enda sé það nú þegar orðið of lítið og of seint. Vinstri sinnaður þingmaður í Grikklandi segir að komist vinstri menn til valda eftir kosningarnar í Grikklandi í apríl verði þríeykinu kurteislega vísað úr landi og undirbúningur hafinn að því að taka upp eigin gjaldmiðil á ný.
Ekathimerini segir í morgun að Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands hvetji Grikki til að taka boði Þjóðverja um aðstoð við að koma á árangursríkara skattinnheimntukerfi í landinu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.