Föstudagurinn 22. janúar 2021

DSK hnepptur í varðhald í Lille vegna gruns um aðild að vændi og fjársvikum


21. febrúar 2012 klukkan 11:23

Franska lögreglan hefur hneppt Dominque Strauss-Kahn (62 ára), fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í allt að 96 stunda varðhald á meðan hann er yfirheyrður vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í kynlífssvalli á kostnað fésýslumanna í París og Washington.

Dominique Strauss-Kahn

Dominique Strauss-Kahn (DSK) hafði verið kallaður sem vitni í máli sem er til rannsóknar í borginni Lille í norðurhluta Frakklands. Hann kom þangað að morgni þriðjudags 21. febrúar en við upphaf yfirheyrslunnar tilkynnti saksóknari að í stað þess að hafa stöðu vitnis skyldi yfirheyra hann sem grunaðan um aðild að vændi og misnotkun á fé fyrirtækis. Því var þess krafist að hafa mætti hann haldi í allt að 96 tíma. Dómari féllst á kröfu ákæruvaldsins.

Saksóknarar vilja sannreyna hvort DSK hafi vitað að konur sem skemmtu honum í veislum í veitingahúsum, hótelum og klúbbum í París, Washington og ýmsum höfuðborgum Evrópu hafi þegið greiðslur sem vændiskonur. Þeir vilja einnig spyrja DSK hvort hann hafi vitað að konunum hafi verið greitt með fé sem gestgjafar hans eignuðust með því að svíkja fé frá verktakafyrirtæki þar sem einn þeirra gegndi stöðu forstjóra.

Í Frakklandi varðar ekki við lög að greiða fyrir vændisþjónustu en að hagnast á saurlífi eða svíkja út fé til að greiða fyrir slíka þjónustu kann að vera refsivert. DSK segist hafa tekið þátt í ýmsu kynlífssvalli en hafnar aðild að vændi og svindli.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS