Vaxandi andstaða er innan stjórnarflokkanna í Þýzkalandi við neyðarlánið til Grikkja, sem samþykkt var sl. þriðjudagsmorgun á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna. Nokkrir þingmenn CDU/CSU og FDP hafa tilkynnt að þeir muni greiða atkvæði gegn neyðarláninu í þýzka þinginu í næstu viku. Það þýðir að Merkel þarf að byggja á stuðningi jafnaðarmanna og græningja til að koma málinu í gegn.
Ágreiningur er á milli Þjóðverja annars vegar og Hollendinga og AGS hinsvegar um ráðstöfun á ónotuðum peningum, sem til eru hjá EFSF, sem er hinn tímabundni neyðarsjóður, sem ESB setti á stofn en það eru um 150-250 milljarðar evra. Hollendingar og AGS vilja setja þá peninga í ESM, sem er varanlegur neyðarsjóður ESB og tekur til starfa í júlí. Merkel er því andvíg og endurspeglar sú afstaða hennar vaxandi andstöðu innan Þýzkalands við frekari peningaútlát vegna erfiðleika annarra evruríkja.
Þetta kemur fram í Guardian í morgun, sem segir að vaxandi efasemdir séu um neyðarlánið á mörkuðum. Hlutabréfaverð fari lækkandi, skuldatryggingaálag á Ítalíu og Spán fari hækkandi á ný. Fitch hefur lækkað lánshæfismat Grikklands úr C í CCC, sem getur gert Seðlabanka Evrópu ókleift að taka við grískum ríkisskuldabréfum, sem tryggingu frá bönkum. Fitch telur miklar líkur á greiðslufalli Grikklands í náinni framtíð.
Í Frakklandi eru efasemdir hjá sósíalistum, sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu í franska þinginu um neyðarlánið og spurningar hafa vaknað um hvað Francoise Holland, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í vor geri, verði hann kjörinn forseti Frakklands, hvort hann muni snúast gegn aðstoðinni við Grikkland.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.